Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 21:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. „Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira
„Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Kennarar beittir ofbeldi af nemanda á jólaskemmtun Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Sjá meira