Vonar að frumvarpið skili fullum launum til Grindvíkinga Vésteinn Örn Pétursson skrifar 20. nóvember 2023 21:48 Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra. Vísir/Ívar Fannar Frumvarp félagsmálaráðherra um launagreiðslur til Grindvíkinga mun gilda frá 11. nóvember, verði það að lögum. Þar er kveðið á um hámarkgreiðslu upp á 633 þúsund krónur til atvinnurekenda, fyrir hvern starfsmann. Ráðherra segist þó gera ráð fyrir því að frumvarpið tryggi full laun til þeirra sem hafa hærri tekjur en hámarkið sem kveðið er á um. „Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
„Þarna er ríkið að stíga inn og tryggja upp að ákveðnu hámarki greiðslur launa. Þannig að atvinnurekandi fær þá það framlag frá ríkinu, og við erum að vonast til þess að það létti undir þannig að hann geti þá greitt full laun til fólks,“ sagði Guðmundur Ingi Guðbrandsson félagsmála- og vinnumarkaðsráðherra í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hámarksgreiðsla vegna hvers starfsmanns verði 633 þúsund krónur. Guðmundur segir hugsunina vera þá að atvinnurekendur greiði svo þá upphæð sem upp á vantar, til að starfsfólk þeirra fái full laun greidd. „Og það er mikilvægt að viðhalda ráðningarsambandinu á milli atvinnurekanda og launafólks, því við vitum í raun ekki nákvæmlega hvenær þessu ástandi linnir eða það breytist með þeim hætti að hægt verði að fara að stunda aftur vinnu í Grindavík.“ Nær einnig til sjálfstætt starfandi Fyrstu umræðu um frumvarpið er nú lokið í þinginu. Verði frumvarpið að lögum tekur það gildi afturvirkt, frá 11. nóvember. Frumvarpið byggir á aðgerðum sem gripið var til í kórónuveirufaraldrinum. „Það er markmiðið að Grindvíkingar missi ekki laun. Og ef að, út af einhverjum aðstæðum, fyrirtæki getur ekki greitt laun þá geta einstaklingar sjálfir sótt um til Vinnumálastofnunar eða ríkisins, til þess að fá þá upp að þessu hámarki, 633 þúsund krónum. Þar með séum við að tryggja ákveðnar greiðslur til fólks og draga úr þeirri óvissu sem auðvitað er uppi, og fólk þarf að eiga við núna vegna afkomu sinnar.“ Frumvarpið muni einnig ná til þeirra sem starfa sjálfstætt. „Þeir geta, að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, líka sótt um þetta,“ sagði Guðmundur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vinnumarkaður Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira