„Erum ekki með einhverja milljónamæringa að ausa í okkur peningum“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 17. nóvember 2023 23:35 Ívar Ásgrímsson hefur ekki getað glaðst yfir gengi Breiðabliks það sem af er vetri. Vísir/Anton Brink Ívar Ásgrímsson, þjálfari Breiðabliks, ræddi við Vísi eftir sextán stiga tap liðsins gegn Þór í Þorlákshöfn í kvöld. Breiðablik skoraði fullt af stigum í leiknum en fékk enn fleiri stig á sig. Í lok þriðja leikhluta skoraði Blikaliðið ekki stig í fjórar mínútur og eftir það var öruggt hvort liðið myndi vinna leikinn. „Þetta er nákvæmlega sama og gerðist í Njarðvíkurleiknum. Við erum að spila ágætlega en svo kemur fimm mínútna kafli þar sem við skorum ekki stig. Við skorum 104 stig í kvöld, en eigum samt fimm mínútna kafla þar sem við skorum ekki. Þeir skora og skora, hitta úr öllu. Við hendum þessu frá okkur, vorum með tólf tapaða bolta í þriðja leikhluta, það er bara það sem skilur að, vorum einungis með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik. Við erum búnir að vera í framför, en það er erfitt þegar þú færð alltaf á þig langa spretti án þess að geta svarað.“ „Það er eins og við séum ekki nógu klárir. Við látum spretti frá hinu liðinu vara í of langan tíma. Það er bara vandamálið hjá okkur og eitthvað sem ég þarf að vinna í að finna lausn á.“ Sölvi frábær í kvöld Sölvi Ólason átti frábæran leik í liði Breiðabliks, skoraði 26 stig og var með 69% skotnýtingu. „Öll hin liðin eru með erlendan bakvörð sem getur tekið af skarið og klárað. Við erum að gefa ungum strákum í þessari stöðu séns, Sölvi var frábær í kvöld; besti leikur hans á tímabilinu og vonandi gefur þetta honum sjálfstraust í framhaldinu. Við þurfum góðan bakvörð, vissum að það gæti verið erfitt að vera ekki með Kana-bakvörð en ákváðum að gefa Sölva og fleirum möguleika. Sölvi sýndi að hann getur þetta og vonandi verður þetta vendipunktur á hans tímabili. Hann þarf að byggja á þessu.“ Er ekki þannig að það sé bara hlaupið út í búð og náð í ávexti Zoran Vrkic kom inn í lið Breiðabliks eftir að mótið hófst og jafnvægið í liðinu er betra. En þarf Ívar að gera aðra breytingu? „Við gerum ekkert aðra breytingu, við höfum ekkert efni á því. Alveg sama hvað þessi sérfræðingar í setti segja, tala um að það eigi bara að hlaupa út í búð og ná sér í ávexti. En þetta er ekki þannig. Við erum með sjálfboðaliða sem vinna baki brotnu og eru að reyna afla peninga. Þetta er dýr rekstur og við erum fótboltaklúbbur. Því miður fáum við ekki mikinn pening þar, það hefur samt sem áður verið stutt við bakið á okkur, en við getum ekki alltaf ætlast til að það sé að koma frá einhverjum örðum. Það hefur bara gengið illa [að afla fjármagns] og við erum ekki með einhverja milljónamæringa sem eru að koma og ausa í okkur peningum eins og sum félög. Ef það eru einhver fyrirtæki í Kópavogi sem vilja styrkja, þá væri það frábært, en ég er heldur ekkert að segja að við eigum að vera ausa peningum í einhverja útlendinga.“ „Við erum með flott yngri flokka starf og við ákváðum að reyna gefa því smá séns, vissum að þetta yrði erfiður vetur. Þess vegna er ánægjulegt að sjá Sölva gera flotta hluti. Það þurfa fleiri að stíga upp og í lengri tíma. Zoran er að koma flottur inn hjá okkur, er ekki ennþá kominn í 100 prósent form, en verður betri og betri með hverjum leiknum. Við komu hans kemst betra jafnvægi hjá okkur. Snorri er hægt og rólega að komast í gang, átti dapran leik í kvöld eftir frábæran leik síðast. Það er fullt af jákvæðum hlutum, við þurfum að byggja á þeim, þurfum að vera tilbúnir fyrir næsta leik og ætlum okkur sigur í næsta leik og komast á sigurbraut.“ Breiðablik er án sigurs eftir sjö umferðir. Er liðið með eitthvað annað markmið en að halda sér uppi? „Ég held að það sé nógu erfitt markmið úr þessu. Við sjáum að Höttur er búinn að vinna fullt af leikjum, það er þá kannski frekar að við þurfum að horfa á mitt gamla félag [Haukar]. Þeir eru að ströggla og ég er ekkert að sjá að það sé að fara breytast þar. Við getum horft á það að reyna vinna fleiri leiki en þeir. Við þurfum að byrja á því að vinna Hamar í næsta leik og koma okkur aðeins af stað,“ sagði Ívar að lokum. Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Öruggt hjá heimamönnum gegn botnliðinu Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. 17. nóvember 2023 20:56 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
„Þetta er nákvæmlega sama og gerðist í Njarðvíkurleiknum. Við erum að spila ágætlega en svo kemur fimm mínútna kafli þar sem við skorum ekki stig. Við skorum 104 stig í kvöld, en eigum samt fimm mínútna kafla þar sem við skorum ekki. Þeir skora og skora, hitta úr öllu. Við hendum þessu frá okkur, vorum með tólf tapaða bolta í þriðja leikhluta, það er bara það sem skilur að, vorum einungis með fjóra tapaða bolta í fyrri hálfleik. Við erum búnir að vera í framför, en það er erfitt þegar þú færð alltaf á þig langa spretti án þess að geta svarað.“ „Það er eins og við séum ekki nógu klárir. Við látum spretti frá hinu liðinu vara í of langan tíma. Það er bara vandamálið hjá okkur og eitthvað sem ég þarf að vinna í að finna lausn á.“ Sölvi frábær í kvöld Sölvi Ólason átti frábæran leik í liði Breiðabliks, skoraði 26 stig og var með 69% skotnýtingu. „Öll hin liðin eru með erlendan bakvörð sem getur tekið af skarið og klárað. Við erum að gefa ungum strákum í þessari stöðu séns, Sölvi var frábær í kvöld; besti leikur hans á tímabilinu og vonandi gefur þetta honum sjálfstraust í framhaldinu. Við þurfum góðan bakvörð, vissum að það gæti verið erfitt að vera ekki með Kana-bakvörð en ákváðum að gefa Sölva og fleirum möguleika. Sölvi sýndi að hann getur þetta og vonandi verður þetta vendipunktur á hans tímabili. Hann þarf að byggja á þessu.“ Er ekki þannig að það sé bara hlaupið út í búð og náð í ávexti Zoran Vrkic kom inn í lið Breiðabliks eftir að mótið hófst og jafnvægið í liðinu er betra. En þarf Ívar að gera aðra breytingu? „Við gerum ekkert aðra breytingu, við höfum ekkert efni á því. Alveg sama hvað þessi sérfræðingar í setti segja, tala um að það eigi bara að hlaupa út í búð og ná sér í ávexti. En þetta er ekki þannig. Við erum með sjálfboðaliða sem vinna baki brotnu og eru að reyna afla peninga. Þetta er dýr rekstur og við erum fótboltaklúbbur. Því miður fáum við ekki mikinn pening þar, það hefur samt sem áður verið stutt við bakið á okkur, en við getum ekki alltaf ætlast til að það sé að koma frá einhverjum örðum. Það hefur bara gengið illa [að afla fjármagns] og við erum ekki með einhverja milljónamæringa sem eru að koma og ausa í okkur peningum eins og sum félög. Ef það eru einhver fyrirtæki í Kópavogi sem vilja styrkja, þá væri það frábært, en ég er heldur ekkert að segja að við eigum að vera ausa peningum í einhverja útlendinga.“ „Við erum með flott yngri flokka starf og við ákváðum að reyna gefa því smá séns, vissum að þetta yrði erfiður vetur. Þess vegna er ánægjulegt að sjá Sölva gera flotta hluti. Það þurfa fleiri að stíga upp og í lengri tíma. Zoran er að koma flottur inn hjá okkur, er ekki ennþá kominn í 100 prósent form, en verður betri og betri með hverjum leiknum. Við komu hans kemst betra jafnvægi hjá okkur. Snorri er hægt og rólega að komast í gang, átti dapran leik í kvöld eftir frábæran leik síðast. Það er fullt af jákvæðum hlutum, við þurfum að byggja á þeim, þurfum að vera tilbúnir fyrir næsta leik og ætlum okkur sigur í næsta leik og komast á sigurbraut.“ Breiðablik er án sigurs eftir sjö umferðir. Er liðið með eitthvað annað markmið en að halda sér uppi? „Ég held að það sé nógu erfitt markmið úr þessu. Við sjáum að Höttur er búinn að vinna fullt af leikjum, það er þá kannski frekar að við þurfum að horfa á mitt gamla félag [Haukar]. Þeir eru að ströggla og ég er ekkert að sjá að það sé að fara breytast þar. Við getum horft á það að reyna vinna fleiri leiki en þeir. Við þurfum að byrja á því að vinna Hamar í næsta leik og koma okkur aðeins af stað,“ sagði Ívar að lokum.
Subway-deild karla Breiðablik Þór Þorlákshöfn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Öruggt hjá heimamönnum gegn botnliðinu Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. 17. nóvember 2023 20:56 Mest lesið Uppgjörið: Vestri - KR 1-5 | KR bjargaði sér og sendi Vestra í Lengjudeildina Íslenski boltinn Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Enski boltinn Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Körfubolti Uppgjörið: ÍA - Afturelding 1-0 | Afturelding staldraði stutt við í efstu deild Íslenski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 3-4 | KA tryggði sér Forsetabikarinn þriðja árið í röð Íslenski boltinn Lögreglan hafi mætt og stöðvað bjórsölu: „Væntanlega til að bjarga mannslífum“ Fótbolti Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Enski boltinn „Þetta verður bara veisla fyrir vestan“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - Valur 2-0 | Meistararnir klára tímabilið með stæl Íslenski boltinn Freyr á erfitt með að lýsa ógleymanlegu kvöldi Fótbolti Fleiri fréttir Þriðja tapið í röð hjá Jóni og félögum Fáránlegt eða klókt hjá Kristófer? „Ef það má þá gerir fólk það“ Brassi tekur við af Billups „Það er æðislegt að kveðja húsið svona“ Uppgjörið: ÍA - Álftanes 76-74 | ÍA kvaddi Vesturgötuna með stæl Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 91-93 | ÍR skellti meisturunum „Ekki æskilegt og ekki það sem körfuboltinn vill standa fyrir“ Nær fimmtán árum og ætlar með Ísland á HM Stjórnarmaður KKÍ auglýsir ólöglega veðmálastarfsemi Handtökur í NBA: Lak upplýsingum um meiðsli James og bað um bita af kökunni Mál Kristófers enn til skoðunar og fleiri komin á borð KKÍ Uppgjörið: Ármann-Keflavík 94-107 | Öruggt hjá Keflvíkingum Daníel: Ég fór í smá ævintýra starfsemi Uppgjörið: Þór Þ. - Valur 117-119 | Vals sigur eftir tvær framlengingar Uppgjörið: Njarðvík-Tindastóll 98-90 | Njarðvíkingar skelltu Stólunum Átti sumar engu öðru líkt „Ég held að bæði lið séu ekkert himinlifandi með sína frammistöðu“ Uppgjörið: Grindavík-KR 78-77 | Arnór Tristan með sigurkörfuna Þjálfari og leikmaður í NBA handteknir Sá eftirsóttasti treystir bara á pabba gamla Þrenna Maddie Sutton dugði ekki á Hlíðarenda Elvar tapaði á grátlegan hátt á móti gömlu félögunum Uppgjör: Keflavík - Haukar 94-84 | Keflvíkingar tóku Íslandsmeistarana Nablinn sparkaði upp hurðinni í byrjun þáttarins Pedersen með landsliðið til 2029 Breyta reglum eftir brellu Stjörnunnar Troðslur og Braveheart fagn í Kemi tilþrifum umferðarinnar Uppgjörið: Grindavík-Stjarnan 79-66 | Frábær fjórði hjá Grindavík Nýliðar KR stöðvuðu sigurgöngu Njarðvíkur og fyrsti sigurinn í 65 ár Tryggvi frábær í öruggum Evrópusigri Sjá meira
Leik lokið: Þór Þ. - Breiðablik 120-104 | Öruggt hjá heimamönnum gegn botnliðinu Þór Þorlákshöfn vann öruggan 16 stiga sigur er liðið tók á móti botnliði Breiðabliks í Subway-deild karla í körfubolta í kvöld, 120-104. 17. nóvember 2023 20:56