Upplýsingafulltrúi væri kærkomin viðbót hjá MAST Kristín Ólafsdóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:54 Hrönn Ólína Jörundsdóttir, forstjóri Matvælastofnunar. vísir/egill Forstjóri Matvælastofnunar segir að ný skýrsla Ríkisendurskoðunar, þar sem ýmsar athugasemdir eru gerðar við starfsemi stofnunarinnar, varpi fyrst og fremst ljósi á viðvarandi fjárskort MAST. Stofnunin muni taka ábendingar í skýrslunni til sín, sem gefi mögulega tilefni til þess að endurskoða þörf á upplýsingafulltrúa. Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“ Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Skýrsla Ríkisendurskoðunar var birt í gær og varðar sérstaklega eftirlit Matvælastofnunar með velferð búfjár. Þar kemur meðal annars fram að stofnunin hafi ekki náð að byggja upp nauðsynlegt traust og sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. Hrönn Ólína Jörundsdóttir forstjóri Matvælastofnunar segir rauða þráðinn í skýrslunni viðvarandi fjárskort. „Og það má alveg tengja stóran hluta þessara ábendinga sem koma fram í skýrslunni við fjármögnunarörðugleika. Og það markast kannski fyrst og fremst af því að gjaldskrá stofnunarinnar stendur ekki undir því eftirliti sem þarf að sinna til að tryggja öryggi okkar skjólstæðinga.“ Fram kemur í skýrslunni að dæmi sé um þétt eftirlit MAST með búrekstri þar sem fjöldi frávika er skráður árum og jafnvel áratugum saman án þess að aðstæður batni til frambúðar. Innt eftir því hvort þetta megi skrifa eingöngu á fjárskort, hvort ekki mætti forgangsraða betur innan stofnunarinnar, segir Hrönn að lög um velferð dýra hafi ekki verið sett á laggirnar fyrr en 2013. Taka ábendingarnar til sín „Þannig að áratugum saman er djúpt í árina tekið, þar sem við getum ekki borið ábyrgð á því sem gerist áður en stofnunin verður til í fyrsta lagi,“ segir Hrönn. Ríkisendurskoðun telur ástæðu til að skoða hvort þörf sé á upplýsingafulltrúa, stöðu sem lögð var niður í hagræðingum 2021, bendir Hrönn á. Nú sé tækifæri til að endurskoða heimildir til upplýsingagjafar. „Það er þarna ýmislegt sem er erfitt fyrir okkur að miðla og það hefur verið mikil áskorun. Og ég held að það væri ljómandi gott tækifæri til að skoða hverjar heimildir okkar eru til miðlunar upplýsinga. En það klárlega myndi hjálpa okkur ef við hefðum aðila hérna innanhúss sem gæti þá haldið utan um miðlun til almennings og fræðslu.“ Þannig að þið lítið alls ekki á þetta sem áfellisdóm? „Ég lít á þetta þannig að við klárlega tökum þessar ábendingar til okkar og ég held líka að umræðan á Íslandi varðandi dýravelferð hafi stórbatnað á síðustu tíu árum sem er gríðarlega jákvætt. Það setur bara klárlega aukna pressu á okkur og við reynum að standa undir henni.“
Dýraheilbrigði Stjórnsýsla Tengdar fréttir Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56 Mest lesið Bandaríkin sprengja í höfuðborg Venesúela Erlent Eldur við flugvöll á Grænlandi Erlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Innlent Sprenging eftir að gestir opnuðu út Erlent Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Innlent Selenskí skipar nýjan starfsmannastjóra í kjölfar spillingarmáls Erlent Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Innlent Banaslys á Hvolsvelli Innlent Allt að tuttugu stiga frost en bjart víða Veður Fleiri fréttir „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Dæmi um að fólk hafi flúið upp í sveit Þurfi að sannfæra flokkinn Sex tíma leikskóladvöl nú gjaldfrjáls í Hafnarfirði Neytendur eigi meira inni eftir eldsneytislækkanir á nýju ári Hafna beiðni manns sem braut kynferðislega á stjúpdóttur Banaslys á Hvolsvelli Sumarbústaðaeigendur geti skotið upp flugeldum annars staðar Karólína Helga býður sig fram gegn sitjandi oddvita Mikill meirihluti vill lögfesta rétt barna til leikskólavistar Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Eldur í bíl við Breiðhellu Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Sjá meira
Nálgun MAST svo varfærin að hún gangi í raun gegn markmiðum um dýravelferð Matvælastofnun hefur ekki tekist nægilega vel að byggja upp það traust sem nauðsynlegt er hverri eftirlitsstofnun. Þá hefur MAST sýnt langlundargeð í einstaka málum þar sem velferð dýra er ábótavant. 17. nóvember 2023 06:56