Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:21 Ventura er söng- og leikkona og var samningsbundin Bad Boy á tímabili og því háð velvilja Combs. Getty/Jeff Vespa Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug. Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira
Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Gunnar lögmaður: „Ég er rosalega vinsæll á meðal Albananna“ Innlent Eldri kona stórslösuð og vitni gefa sig fram Innlent Alvarlegt slys á Suðurlandsbraut Innlent Lífið gjörbreytt Innlent Elsti Íslendingurinn er látinn Innlent „Þetta er stórkostlegt vandamál fyrir Íslendinga“ Innlent Ráðherra bað skólameistara afsökunar sem klóra sér enn í kollinum Innlent Halla Bergþóra sækir um en ekki Páley Innlent Taldi brúðkaup í Keníu ekki telja og krefst ógildingar Innlent Fleiri fréttir Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Hermenn reyna að ræna völdum í Benín Tuttugu og fimm fórust þegar skemmtistaður brann til kaldra kola Sambandið við Rússland og siðrof í Evrópu í forgangi Á fjórða tug barna drepin í drónaárás á leikskóla Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Sjá meira