Puff Daddy kærður fyrir nauðgun, nauðung og ítrekað ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2023 08:21 Ventura er söng- og leikkona og var samningsbundin Bad Boy á tímabili og því háð velvilja Combs. Getty/Jeff Vespa Tónlistar- og athafnamaðurinn Sean Combs, betur þekktur sem Puff Daddy, hefur verið kærður fyrir nauðgun, ofbeldi og nauðung sem hann er sagður hafa beitt kærustu sína, Casöndru Ventura, í um áratug. Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times. Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Combs og Cassie, eins og hún er kölluð, kynntust árið 2005, þegar hún var nítján ára. Í gögnum málsins segir að skömmu síðar hafi Combs farið að stjórna Ventura og misnota og meðal annars gefið henni eiturlyf og látið hana stunda kynlíf með öðrum mönnum sem var tekið upp á myndband. Árið 2018, rétt áður en sambandi þeirra lauk, er Combs sagður hafa rutt sér leið inn á heimili hennar og nauðgað henni. „Eftir ár í þögn og myrkri er ég loksins reiðubúin til að segja sögu mína og tala fyrir sjálfa mig og aðrar konur sem hafa verið beittar ofbeldi og misnotkun í sambandi,“ segir í yfirlýsingu Ventura. Lögmaður Combs hefur neitað að nokkuð sé til í ásökununum og segir tónlistarmógúlinn þvert á móti sjálfan hafa sætt fjárkúgun af hálfu Ventura. Lögmaður Ventura segir á móti að samtal hafi átt sér stað áður en málið var höfðað þar sem Combs hafi boðið Ventura „átta tölu upphæð“ fyirr að þegja. Combs stofnaði útgáfuna Bad Boy árið 1993 og öðlaðist gríðarlega frægð á sínum tíma, meðal annars vegna samstarfs síns við tónlistarmennina Notorius B.I.G. og Mary J. Blige. Hann er í dag metinn á næstum milljarð dala, ekki síst vegna eignarhlutar síns í áfengisframleiðandanum Ciroc. Í gögnum málsins er Combs, sem ýmist hefur kallað sig Daddy, Diddy og Love, sakaður um að hafa margsinnis beitt Ventura ofbeldi, meðal annars þannig að þeim sem sáu hana eftir á varð svo mikið um að þeir fóru að gráta. Ventura er sögð hafa verið neydd til að dvelja langdvölum á hótelherbergjum á meðan hún jafnaði sig eftir árásirnar og áverkarnir gréru. Þá er Combs sagður hafa látið hana geyma skotvopn í handtöskunni sinni og sagður hafa sprengt bifreið Kid Cuti, annars tónlistarmanns sem Ventura var að hitta, í loft upp. Kid Cuti hefur staðfest frásögn Ventura. Ítarlega umfjöllun um málið má finna hjá New York Times.
Bandaríkin Kynferðisofbeldi Hollywood Mál Sean „Diddy“ Combs Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Markmið mitt var bara að ná byssunni af honum“ Erlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Þrír réðust á einn og höfðu af honum farsíma Innlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira