Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 16. nóvember 2023 15:36 Fannar Jónsson, bæjarstjóri Grindavíkur og Dagur B Eggertsson, borgarstjóri féllust í faðma við ráðhús Reykjavíkur í dag. Reykjavíkurborg Borgarráð samþykkti í dag að greitt yrði fyrir aðgengi Grindvíkinga að fjölbreyttri þjónustu í Reykjavík. Þá var verkaskipting varðandi skólamál til umræðu. Fáni Grindavíkurbæjar var dreginn að húni við Ráðhúsið. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira
Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar hefur komið sér upp aðstöðu á annarri hæð Ráðhúss Reykjavíkur. Í dag bauð Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur Grindvíkinga formlega velkomna. „Fólk áttar sig oft ekki á því fyrr en á raunastundu hvað starfsemi sveitarfélaga er mikið lím í samfélaginu. Við viljum vera til staðar eftir fremsta megni og ég dáist að Fannari [Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur] og samstarfsfólki hans vegna framgöngu þeirra síðustu daga,“ sagði Dagur af því tilefni. Fannar þakkaði ómetanlegan stuðning og drógu þeir Dagur fána Grindavíkur að húni í sameiningu. Grindvíkingum boðið í sund, á söfn og á íþróttaæfingar Á fundi borgarráðs í morgun var fagsviðum borgarinnar og miðlægri stjórnsýslu falið að útfæra tillögur til að greiða aðgengi íbúa Grindavíkur að þjónustu Reykjavíkurborgar eins og kostur er og í samræmi við formlegar óskir almannavarna. Borgarráð Reykjavíkur sendir bæjarstjórn Grindavíkur og Grindvíkingum öllum innilegar samstöðukveðjur vegna þeirra alvarlegu atburða sem hafa átt sér stað í Grindavík og óvissunnar sem nú ríkir þar. Fáni Grindavíkur var dreginn að húni við ráðhúsið fyrr í dag.Reykjavíkurborg „Þá verður Grindvíkingum boðið að nýta sundlaugar borgarinnar og söfn sér að endurgjaldslausu og gildir hið sama um Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Börnum og ungmennum verður boðið á æfingar hjá íþróttafélögum án endurgjalds í samstarfi við ÍBR og UMFG og sérstaklega skoðað hvort koma megi á æfingum á vegum UMFG í samstarfi við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu,“ segir í tilkynningu. Verkaskipting í skólamálum Þá var ákveðið að setja upp verkaskiptinu milli sveitafélaganna þegar kemur að skólamálum. Sveitarfélögin setji fólk í teymi eins og þaju hafi ráðrúm til. Verkaskiptingin er eftirfarandi: Reykjavíkurborg: Grunnskólamál og frístundaheimili (þar með talinn búnaður). Mosfellsbær: Leikskólamál. Hafnarfjörður: Málefni barna af erlendum uppruna og börn í viðkvæmri stöðu. Kópavogur: Félagsmiðstöðvar unglinga og málefni ungmenna. Garðabær: Íþróttir, tónlistarskólar og annað æskulýðsstarf. Horft er til þess að Reykjanesið, Árborg og Ölfus verði með í þessari vinnu ef það hentar þeim sem og fulltrúar frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsfólk á bæjarskrifstofum Grindavíkurbæjar ásamt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra, Þorsteini Gunnarssyni borgarritara og Fannari Jónassyni, bæjarstjóra Grindavíkur. Reykjavíkurborg
Grindavík Reykjavík Eldgos á Reykjanesskaga Borgarstjórn Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Foreldrar í MR segjast virða kröfur kennara en gagnrýna verkfall Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Sjá meira