„Erum eiginlega jafn hrærðir og heimalagað skyr með bláberjum“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 24. nóvember 2023 16:32 Geir Gunnar og Einar eru ungir og efnilegir veitingamenn. Aðsend Félagarnir og matreiðslumennirnir, Geir Gunnar Geirsson og Einar Sigurður Eiríksson, halda úti Instagram-síðunni Bara matur. Þar deila þeir einföldum og girnilegum uppskriftum. Þrátt fyrir ungan aldur búa þeir að töluverðri reynslu. Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) Matur Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira
Hugmyndin að síðunni kviknaði á göngu um götur spænsku borgarinnar Valencia þar sem þeir voru báðir búsettir árið 2021. Geir og Einar voru sammála um að matur getur verið góður úr góðu hráefni á viðráðanlegu verði, einnig á Íslandi: „Hvarvetna sem við fórum um götur sat glaðvært fólk á spjalli yfir góðum mat. Borðin svignuðu undan kræsingum úr bestu hráefnum heims. Allt var ferskt. Samt var þetta allt svo óskaplega einfalt, afslappað og ódýrt. Við spurðum hvorn annan hvers vegna þetta gæti ekki verið líka svona heima á Íslandi. Þetta er ekkert flókið; Bara matur. Góður matur á viðráðanlegu verði úr vönduðum hráefnum gleður alla, hvar svo sem þeir eru í heiminum. Og þetta er það sem við viljum gera, gleðja fólk með góðum mat. Semsé: Bara matur.“ Geir segir þá félaga búa yfir töluverðri reynslu af matvinnslu og veitingamennsku þrátt fyrir ungan aldur en þeir 24 og 25 ára gamlir. „Ég vann sem þjónn í sjö ár þar sem ástríða mín fyrir matargerð og víni kviknaði,“ segir Einar. „Ég hef starfað hjá Stjörnugrís frá því ég var 13 ára gamall. Svo hef ég mikla reynslu á matargerð og eldað heima frá því ég man eftir mér,“ segir Geir. Báðir starfa hjá Stjörnugrísi samhliða því að prófa sig áfram í matargerð og þróa miðilinn, Bara matur. Félagarnir að störfum.Aðsend Sólgnir í að elda góðan mat Geir Gunnar og Einar eru þakklátir viðtökunum sem eru miklu meiri en þeir þorðu að vona. „Við vissum ekkert hvernig fólk myndi taka í þetta því það eru svo margir aðrir að gera eitthvað á svona svipað en við bara stóðumst ekki mátið. Við ráðum einfaldlega ekki við það hvað við erum sólgnir í að elda góðan mat og skrifa um hann. Þessi reikningur varð miklu stærri en við þorðum að vona. Við botnum eiginlega ekkert í þessum miklum viðtökum og erum eiginlega jafn hræðrir og heimalagað skyr með bláberjum. “ View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur) View this post on Instagram A post shared by Geir Gunnar Geirsson (@baramatur)
Matur Uppskriftir Mest lesið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Fann ástina og setur íbúðina á sölu Lífið „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Fleiri fréttir Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Gervais minnist hundsins úr After Life „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Sjá meira