Biden ver afstöðu Bandaríkjanna og segir Hamas ekki munu hætta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. nóvember 2023 06:52 Joe Biden hefur verið afdráttarlaus í afstöðu sinni varðandi átökin á Gasa. AP/New York Times/Doug Mills Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur varið ákvörðun stjórnvalda vestanhafs að kalla ekki eftir vopnahléi á Gasa og segir Hamas viðvarandi ógn fyrir Ísrael. Þá hafi Ísraelsmenn freistað þess að forðast mannfall meðal almennings í aðgerðum sínum. Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings. Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira
Ummælin lét Biden falla þegar hann ræddi við blaðamenn eftir fund sinn með Xi Jinping, forseta Kína, í San Francisco í gær. Benti forsetinn meðal annars á að Ísraelar hefðu nú dregið úr loftárásum, sem hann virtist viðurkenna að hefðu verið fremur handahófskenndar, og stæðu nú í umfangsmeiri aðgerðum á jörðu niðri. „Þetta eru ekki „teppsprengjuárásir“. Þetta er annað. Þeir eru að fara um þessi göng, þeir eru að fara inn á sjúkrahúsið. Þeir eru líka að fara inn með öndunarvélar og önnur gögn til að aðstoða fólk á sjúkrahúsinu og þeir hafa gefið, er mér sagt, læknunum og hjúkrunarfræðingunum og öðru starfsfólki tækifæri til að forða sér. Svo þetta er annað en ég tel að hafi verið að gerast áður, handahófskenndar sprengingar,“ sagði forsetinn en sjúkrahúsið sem hann er að vísa til er al Shifa, stærsta sjúkrahús Gasa, sem Ísraelsmenn fóru inn á í gær. Biden sagði herinn meðvitaðan um að beita þyrfti ítrustu varúð í aðgerðunum; það væri ekki eins og hermenn væru að fara á milli herbergja og skjóta fólk að ástæðulausu. „Hamas-samtökin hafa sagt það opinberlega að þau hyggist halda áfram að ráðast gegn Ísrael eins og þau hafa gert; afhöfðað börn, brennt konur og börn lifandi. Þannig að láta sér detta í hug að þau muni bara stoppa og ekki gera neitt er ekki raunhæft,“ sagði forsetinn. Hann sagði samkomulag um vopnahlé gegn gíslum í vinnslu en hann væri hóflega bjartsýnn hvað það varðaði. Fregnir hafa borist af því undanfarna daga að forsetinn sé einarðari í stuðningi sínum við Ísrael en margir í kringum hann en embættismenn í Bandaríkjunum hafa margir hverjir ítrekað síðustu daga að Ísraelsmenn verði að virða mannúðarsáttmála og forðast dauðsföll meðal almennings.
Bandaríkin Ísrael Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fleiri fréttir Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Sjá meira