Vélin, sem er af gerðinni Boeing 747, var á leið frá New York-borg til Belgíu og hafði verið um það bil níutíu mínútur í loftinu.
Atvikið átti sér stað síðasta fimmtudag, samkvæmt BBC sem greinir frá atvikinu, en fram kemur í grein miðilsins að óljóst sé hvernig hestinum tókst að sleppa.
„Við erum með lifandi dýr, hest, um borð í vélinni. Hestinum tókst að sleppa,“ er haft eftir flugmanni vélarinnar. „Við getum ekki tryggt öryggi hestsins.“
Þá á hann að hafa sagt að ástand vélarinnar væri í lagi, en lausagangur hestsins væri vissulega áhyggjuefni.
Hægt var að lenda vélinni aftur á JFK-flugvellinum í New York. Hesturinn var tjóðraður að nýju og síðan var fyllt á bensíntankinn og flogið aftur af stað og lenti nokkrum klukkustundum síðar í Liege í Belgíu án frekari vandræða.