Hvetja til sniðgöngu Iceland Noir vegna heimsóknar Clinton Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 15. nóvember 2023 22:13 Tilkynnt var í september um að Hillary Clinton yrði heiðursgestur á hátíðinni. EPA Lestrarklefinn, vefsíða sem tileinkuð er bókaumfjöllun, bókmenntum og lestri, hvetur til sniðgöngu bókmenntahátíðarinnar Iceland Noir. Ástæðan er sú að stjórnmálakonan Hillary Clinton, sem hefur tekið afstöðu gegn vopnahléi á Gasa, kemur fram á viðburði tengdum hátíðinni. Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð. Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Í pistli á vef Lestrarklefans segir að Lestrarklefinn ætli ekki að fjalla um glæpasagnahátíðina Iceland Noir í ár, efni hennar eða rithöfunda. „Ástæðan er sérstakur heiðursgestur hátíðarinnar, Hillary Rodham Clinton, sem talar gegn vopnahléi í Gasa og kallar þá sem mótmæla stríðsglæpum Ísraelshers gyðingahatara,“ segir í pistlinum. Tilkynnt var um miðjan september að utanríkisráðherrann fyrrverandi muni koma fram á viðburði degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Fram kemur í pistli Lestrarklefans að það að bjóða Clinton velkomna á íslenska listahátíð sé stuðningur við hennar málflutning. Í því felist afstaða gegn vopnahléi, gegn Palestínu og með ofbeldi. „Sú ritskoðun sem Iceland Noir hátíðin hefur verið staðin að gagnvart gagnrýnisröddum sýnir það svart á hvítu að aðstandendur hátíðarinnar eru meðvitaðir um þessa staðreynd.“ Skipuleggjendur hátíðarinnar eru meðal annars Ragnar Jónasson, Yrsa Sigurðardóttir og Sverrir Norland rithöfundar. Sjón sniðgekk í fyrra Rithöfundurinn Sjón gaf út yfirlýsingu fyrir hátíðina í fyrra um að hann sagðist ekki ætla að taka þátt í henni vegna aðgerða ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttir í málefnum hælisleitenda. Katrín var ein þeirra sem átti að koma fram á hátíðinni. Daginn eftir tilkynntu forsvarsmenn hátíðarinnar að Katrín tæki ekki þátt í glæpasagnahátíðinni. Bergþóra Snæbjörnsdóttir rithöfundur og Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir sviðslistakona eru meðal þeirra sem gagnrýnt hafa hátíðina. Þá saka þær stjórnendur Instagram-síðu Iceland Noir um að hafa eytt athugasemdum undir færslur þeirra þar sem heimsókn Clinton hefur verið gagnrýnd. Fréttin hefur verið uppfærð.
Bókmenntir Bandaríkin Átök í Ísrael og Palestínu Bill Clinton Tengdar fréttir Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar Sjá meira
Hillary Clinton gestur Ragnars og Yrsu á Iceland Noir Yrsa Sigurðardóttir segir Iceland Noir ekki lengur litla glæpahátíð. Sérstakur viðburður verður degi eftir að hátíðinni lýkur í ár þar sem Hillary Clinton og Louise Penny ræða pólitíska spennusögu sína, Ríki óttans. Viðburðurinn fer fram þann 19. nóvember. 14. september 2023 23:19