Við þurfum að standa vaktina Gísli Rafn Ólafsson skrifar 15. nóvember 2023 13:00 Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gísli Rafn Ólafsson Píratar Eldgos á Reykjanesskaga Alþingi Grindavík Mest lesið Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Um þessar mundir horfum við upp á stórfellda eyðileggingu af völdum þeirra jarðskjálfta, landriss og landsigs sem á sér nú stað á sunnanverðu Reykjanesi. Grindavík er í miðju þessara skelfilegu hamfara og íbúar Grindavíkur eru að upplifa atburði á skala sem við höfum ekki séð hér á landi í rúma hálfa öld. Við Íslendingar erum svo lánsöm að eiga viðbragðskerfi sem er einstakt á heimsmælikvarða og það hefur sýnt sig á síðustu dögum hversu öflugt það er að byggja upp kerfi þar sem sjálfboðaliðar vinna þétt saman í þágu þjóðar. Grindavík var á föstudaginn var rýmd á mettíma og þar sýndi sig hversu mikilvægt það er að við leggjum vinnu í að búa til viðbragðsáætlanir. Allar ákvarðanir sem hafa verið teknar undanfarna daga hafa ávallt verið með öryggi íbúa og viðbragðsaðila að leiðarljósi. Hafandi starfað innan þess viðbragðskerfis í tæp þrjátíu ár, þá hef ég verið þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að sjá það þróast og eflast í gegnum árin. Sem betur fer höfum við á undanförnum árum lagt aukið fjármagn í að styðja við uppbyggingu kerfisins. Það eru ekki nema níu ár síðan það gaus í Holuhrauni og þeir félagar Víðir og Rögnvaldur þurftu að skipta á milli sín tólf tíma vöktum í Samhæfingarstöðinni í marga mánuði því að fjárframlög til Almannavarna dugðu einungis fyrir örfáum starfsmönnum. Mikilvægt er að það aukna fjárframlag sem kom til kjarnarekstrar Almannavarna í kjölfar heimsfaraldursins sé ekki einungis viðhaldið, heldur aukið. Álagið á viðbragðskerfið okkar mun einungis aukast á komandi árum, nú þegar fleiri og fleiri eldstöðvakerfi eru að vakna af dvala. Viðbragðskerfi okkar er einnig af stóru leyti byggt upp af sjálfboðaliðum frá Rauða Krossinum og Slysavarnafélaginu Landsbjörg. Þar standa þúsundir einstaklinga vaktina dag og nótt og án þeirra væri ástandið mun alvarlegra. Það er samt mikilvægt að muna að þegar atburðir og aðgerðir dragast á langinn þá er ekki hægt að treysta einungis á sjálfboðaliða. Við þurfum því að huga að því hvernig við tryggjum langtíma aðstoð við íbúa Grindavíkur. Fram undan er mikil vinna en við megum ekki gleyma því að við erum enn þá í miðjum atburði. Hvort heldur sem gýs eða ekki, þá er augljóst að skemmdir og ástandið í Grindavík er skelfilegt og ansi erfitt fyrir nokkurt okkar að átta okkur á því hvernig íbúum Grindavíkur líður þessa dagana. Það er því mikilvægt fyrir okkur öll sem þjóð að taka þessum íbúum opnum örmum og gera allt sem í okkar valdi til þess að lina þjáningar þeirra. Eitt helsta hlutverk ríkisstjórnarinnar á þessum miklu óvissutímum er að taka ákvarðanir hratt og örugglega. Nú er ekki tíminn til að skipa nefndir og starfshópa til þess að spá í hvað eigi að gera, heldur er mikilvægt að taka ákvarðanir sem sýna það strax í verki að við munum standa þétt við bakið á öllum íbúum Grindavíkur og gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að hjálpa þeim.. Nú, eins og svo oft áður er mikilvægt að við stöndum vaktina. Höfundur er þingmaður Pírata.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun