Þurfa fleiri fyrirtæki sköpunargleðistjóra? Birna Dröfn Birgisdóttir skrifar 15. nóvember 2023 08:31 Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Sköpunargleðin er enn á ný einn af mikilvægustu færniþáttum framtíðarinnar og hún er sú hæfni sem er áætlað að verði með hraðasta vöxtinn í mikilvægi á milli áranna 2023-2027 samkvæmt Alþjóða Efnahagsráði. Það er talað um að sköpunargleði er gjaldmiðill 21. aldarinnar og það er ekki að ástæðulausu. Sköpunargleði er forsenda nýsköpunar og eins og ritstjóri Harvard Business Review skrifaðinýlega: "Við birtum margar greinar um nýsköpun og það er ekki að ástæðulausu. Fyrirtæki sem ná ekki að sinna síbreytilegum þörfum viðskiptavina, eru ekki líkleg til að dafna.“ Sköpunargleði er ekki einungis að hjálpa fyrirtækjum að vera samkeppnishæf heldur benda rannsóknir til þess að þau fyrirtæki sem eru mjög skapandi geta vaxið allt að 160% hraðar en önnur fyrirtæki. Samkvæmt nýlegri McKinsey rannsókn þá er sköpunargleði einn af þeim þáttum sem hjálpa millistjórnendum að ná mestum árangri (og skilar þannig margfalt meiri ávöxtun hluthafa). Aðrar rannsóknir, til dæmis frá IBM, hafa bent á hversu mikilvægt það er að stjórnendur séu skapandi og þá er ekki einungis verið að tala um að þau komi með góðar hugmyndir heldur skapi jarðveg fyrir framúrskarandi hugmyndir starfsmanna til að myndast og vaxa.Það er búið að rannsaka sköpunargleðina í marga áratugi og ýmislegt vitað um hvernig jarðveg þarf að skapa til þess að hún sé leyst úr læðingi og eflist. Erlendis hafa ýmis fyrirtæki ráðið í sérstakar stöður þar sem markmið stöðunnar er að búa til gott umhverfi fyrir sköpunargleðina, svokallaðir sköpunargleðistjórar. En hver er munurinn á sköpunargleðistjóra og nýsköpunarstjóra? Í fræðunum er talað um að sköpunargleði er hugsanamynstur sem leiðir af sér eitthvað nýtt og nytsamlegt og nýsköpun er framkvæmdin á þeirri hugmynd sem er valin. Sköpunargleðiferlinu hefur verið skipt í fimm þætti: Skilgreining á vandamáli/áskorun Söfnun á viðeigandi gögnum Hugarflug Tilraunir Mat á hugmyndum Til þess að sköpunargleði flæði innan fyrirtækisins ætti stefnan að vera skýr til þess að starfsfólk geti stýrt hugsanamynstrinu sínu í rétta átt, viðeigandi ferlar fyrir flæði hugmynda ættu að vera til staðar og umhverfið þarf að styðja við sköpunargleðina. Þarna snertast sköpunargleðin og nýsköpunin því eins og talað er um í ISO 56002, Innovation and Management Systems staðlinum, þá er markmiðið með þeim staðli að skapa umhverfið sem styður við nýsköpun og það er sama umhverfið sem styður við sköpunargleðina því sköpunargleði er forsenda nýsköpunar. Nýsköpun tekur svo við þarna og inni í henni er verkefnastjórnun til þess að hugmyndin verði að veruleika og stöðugt á leiðinni þarf sköpunargleðina til þess að skapa næstu skref. Það sem sköpunargleðistjórar gera svo aukalega er að hjálpa starfsfólki að þjálfa sköpunargleðina sína og það eru til ýmsar rannsóknir um hvernig best sé að gera það. Þegar ég er með erindi um sköpunargleði þá spyr ég oft þátttakendur hvort að þau séu skapandi og yfirleitt réttir einungis um helmingur þátttakenda upp höndina. Þetta er sambærilegt niðurstöðum úr rannsókn Adobe, þar sem þau söfnuðu gögnum frá 5000 manns frá 5 mismunandi löndum og einungis um 40% svarenda sögðust vera skapandi. Hlutverk sköpunargleðistjóra væri því að hjálpa um helmingi starfsfólks að sjá að þau eru skapandi og heilt yfir að efla sköpunargleði allra og bæta þar með nýsköpun og árangur fyrirtækisins. Þannig má leysa úr læðingi þvílíka krafta, eins og að setja hágæða eldsneyti á lúxus bílinn til þess að hann virki eins vel og hann getur. Höfundur er sköpunargleðifræðingur, fyrirlesari, ráðgjafi og annar stofnandi Bulby sem er sköpunargleðihugbúnaður.
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar