Ryder býður stuðningsmönnum KR í bjór á Rauða ljóninu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. nóvember 2023 23:00 Gregg Ryder var ráðinn þjálfari KR í síðasta mánuði. stöð 2 sport Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR, ætlar greinilega að vinna stuðningsmenn félagsins strax á sitt band. Ryder hefur nefnilega boðið stuðningsmönnum KR upp á bjór eða tvo á Rauða ljóninu 16. desember næstkomandi. Hann skrifaði færslu þess efnis á stuðningsmannasíðu KR á Facebook, Já, ég styð KR! í dag. Ryder byrjar á því að þakka fyrir góðar móttökur á Meistaravöllum og segist vera svo stoltur að vera þjálfari KR. „Áður en ég varð fótboltaþjálfari var ég, og er enn, fótboltaaðdáandi. Ég veit að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmannanna. Við þurfum að vera með lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfslið sem ykkur finnst þið tengjast. Við erum að leggja af stað í vegferð og við þurfum öll ykkar með. Saman verðum við óstöðvandi,“ skrifaði Ryder sem býður stuðningsmönnunum svo á Rauða ljónið á aðventunni. Og hann segist hlakka til. Ryder var kynntur sem nýr þjálfari KR 28. október. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ryder tekur við KR af Rúnari Kristinssyni sem var ráðinn þjálfari Fram á dögunum. Hinn 35 ára gamli Ryder hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni. Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
Ryder hefur nefnilega boðið stuðningsmönnum KR upp á bjór eða tvo á Rauða ljóninu 16. desember næstkomandi. Hann skrifaði færslu þess efnis á stuðningsmannasíðu KR á Facebook, Já, ég styð KR! í dag. Ryder byrjar á því að þakka fyrir góðar móttökur á Meistaravöllum og segist vera svo stoltur að vera þjálfari KR. „Áður en ég varð fótboltaþjálfari var ég, og er enn, fótboltaaðdáandi. Ég veit að fótboltafélag er ekkert án stuðningsmannanna. Við þurfum að vera með lið sem þið getið samsamað ykkur við, leikmenn og starfslið sem ykkur finnst þið tengjast. Við erum að leggja af stað í vegferð og við þurfum öll ykkar með. Saman verðum við óstöðvandi,“ skrifaði Ryder sem býður stuðningsmönnunum svo á Rauða ljónið á aðventunni. Og hann segist hlakka til. Ryder var kynntur sem nýr þjálfari KR 28. október. Hann skrifaði undir þriggja ára samning við félagið. Ryder tekur við KR af Rúnari Kristinssyni sem var ráðinn þjálfari Fram á dögunum. Hinn 35 ára gamli Ryder hefur starfað hjá ÍBV, Þrótti Reykjavík og Þór Akureyri hér á landi. Undanfarin ár hefur hann starfað fyrir HB Köge í Danmörku, þar hefur hann gegnt hlutverki U-19 ára þjálfara sem og aðstoðarþjálfari aðalliðs félagsins sem spilar í dönsku B-deildinni.
Besta deild karla KR Tengdar fréttir „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Handbolti Draumur Villa lifir en eru dagar Franks taldir? Enski boltinn Róbert með þrennu í sigri KR Íslenski boltinn Alfreð aðstoðaði Frey á Spáni Fótbolti Glódís þarf að sjá á eftir vinkonu Fótbolti Newcastle áfram eftir bráðabana og mikla dramatík Enski boltinn Týndi gleðinni: „Þetta er mitt heimili“ Körfubolti Zidane gat ekki stöðvað för Nígeríu í undanúrslit Fótbolti Fleiri fréttir Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sjá meira
„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00
Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00