22 fótboltavellir fullir af bílum Davíð Þorláksson skrifar 14. nóvember 2023 08:01 Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þorláksson Samgöngur Borgarlína Reykjavík Mosfellsbær Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Sjá meira
Íbúum höfuðborgarsvæðisins fjölgar hratt. Það sést glögglega á því hvernig umferðin hefur þyngst. Um 70 bílar hafa bæst við umferðina að meðaltali í hverri viku frá 2016, þegar Samgöngustofa hóf að halda utan um bílafjölda eftir sveitarfélögum. Á ársgrundvelli jafngildir þessi fjölgun um 27 km langri bílaröð. Sú röð næði nánast milli Háskóla Íslands og Grundarhverfis á Kjalarnesi. Til að mæta slíkri fjölgun bíla þarf árlega að byggja bílastæði sem samsvara allt að 22 fótboltavöllum í fullri stærð. Hvernig er best að mæta þessu aukna álagi á umferðakerfið? Og gengur núverandi kerfi hreinlega upp til framtíðar? Tímamóta samkomulag til að taka á vanda Haustið 2019 gerðu sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu og ríkið með sér tímamóta samkomulag. Heildstæðan samgöngusáttmála um skipulag og fjármögnun uppbyggingar á samgönguinnviðum og almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu. Um tímamótasamkomulag var að ræða þar sem fulltrúar ólíkra flokka, hjá ríki og sveitarfélögum, náðu saman um brýnt málefni. Enda var ljóst að samstaða yrði nauðsynleg til að koma í veg fyrir áframhaldandi aukningu á umferðartöfum og kostnaði í framtíðinni. Fleiri valkostir Greiningar sýna að ef hlutur annarra samgöngumáta en einkabílsins verður ekki aukinn muni tafir halda áfram að aukast og kostnaður vegna þeirra líka. Fjölbreyttari ferðamátar eru ekki bara lausn á vexti bílaumferðar, heldur eru þeir líka vistvænni og auka lýðheilsu. Markmið svæðisskipulags höfuðborgarsvæðisins til ársins 2040 er að hlutdeild bílferða í daglegum ferðum fari undir 58% og að a.m.k. 42% ferða verði farnar með vistvænum ferðamátum. Hægfara breyting hefur átt sér stað þar sem hlutdeild bílferða minnkaði úr 74% í 72% að meðaltali frá 2019. Innan höfuðborgarsvæðisins er mikill munur á milli hverfa. Bílferðir eru 55–58% allra ferða íbúa í hverfum eins og miðborginni og Vesturbænum þar sem byggð er þétt og blönduð og þjónustustig almenningssamgangna gott. Hlutdeild bílferða er hins vegar um og yfir 80% í hverfum í jaðri höfuðborgarsvæðisins eins og Grafarvogi, Grafarholti, Mosfellsbæ, Garðabæ og Hafnarfirði. Vill fólk vistvænan ferðamáta? Þá tala sumir um að verið sé að þvinga fólk úr bílum, að um aðför að einkabílnum sé að ræða. Raunin er þó sú að því fleiri sem nota aðrar samgöngur en einkabílinn, því betra er það fyrir þau sem þurfa og vilja nota bíl. Þá er einnig ljóst að stór og vaxandi hluti íbúa höfuðborgarsvæðisins vill ferðast til og frá vinnu með öðrum hætti en í bíl. Í könnun sem gerð var 2021 voru rúmlega 50% svarenda sem vildu ferðast með öðrum hætti en í bíl til og frá vinnu. Með betri innviðum fyrir vistvænan ferðamáta geta þau sem það kjósa valið að sleppa þeim kostnaði sem felst í að eiga einkabíl, að fækka fjölskyldubílum úr tveimur í einn eða haldið áfram að nota einkabílinn. Hægt er að velja að hjóla á góðum dögum en nota bílinn þegar veðrið er slæmt. Fjölbreytnin er því jákvæð, styttir ferðatíma og lækkar kostnað við samgöngur. Höfundur er framkvæmdastjóri Betri samgangna.
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun