The Guardian greinir frá þessu. Þar kemur fram að ráðherrann Rekja Sharma hafi tilkynnt þetta í gær. Hann tók ekki fram hvort eitthvað einstakt atvik hafi gert útslagið.
Gagan Thapa, leiðtogi flokksins Nepalski þingflokkurinn, segir að þarna sé verið að kæfa niður tjáningarfrelsi Nepala.
„Reglugerðir eru mikilvægar til þess að fækka þeim sem misnota samfélagsmiðla, en að loka alfarið á ákveðinn samfélagsmiðil í nafni reglugerðar er alfarið rangt,“ sagði Thapa á Twitter.
Þetta er ekki í fyrsta sinn sem kemur til þess að TikTok sé bannað hjá ákveðnum hópi. Til að mynda mega starfsmenn margra stærstu fjölmiðla samsteypa heims, svo sem BBC og DR, ekki nota miðilinn. Þá hafa opinberir starfsmenn í Bretlandi, Hollandi, Bandaríkjunum, Belgíu og Kanada verið beðnir um að eyða forritinu.