Sextíu prósent karlmanna hlynntir kvennaverkfallinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. nóvember 2023 15:28 Frá samstöðufundinum á Arnarhóli. Vísir/Vilhelm Rúmlega 35 prósent kvenna sóttu samstöðufund Kvennaverkfallsins á Arnarhóli eða annars staðar á landinu. Mikill meirihluti landsmanna var hlynntur aðgerðunum. Sex af hverjum tíu körlum voru hlynntir aðgerðum en um fjórtán prósent þeirra andvígir. Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira
Konur og kvár lögðu niður störf um allt land þann 24. október. Talið er að allt að hundrað þúsund manns hafi mætt á samstöðufund á Arnarhóli. Þá fóru fram samstöðufundir víðar um land. Í nýrri könnun Prósents var spurt út í viðhorf fólks til fundarins og mætingu. Konur og kvár voru spurð hvort þau hefðu sótt fundinn. Um 36 prósent kvenna sögðust hafa mætt en ekkert kvár svaraði könnuninni. Um 65 prósent þeirra mættu ekki á fund. Lögregla áætlaði að allt að hundrað þúsund manns hefðu mætt á samstöðufundinn á Arnarhóli. Samkvæmt könnun Prósents virðist sú tala vel í efri kantinum miðað við könnun Prósents. Miðað við könnunina má áætla að fjöldi á samkomunni hafi verið á milli fimmtíu og sextíu þúsund. Fjölmörg skilti voru á lofti.Vísir/vilhelm Um 40 prósent kvenna sem búsettar eru í Reykjavík mættu á samstöðufund í samanburði við um 33% kvenna sem búa í nágrannasveitarfélögum Reykjavíkur og um 31% á landsbyggðinni. Hlutfall kvenna sem mættu var hærra í tekjuhæsta hópnum í samanburði við þann tekjulægsta. Um 27 prósent kvenna með einstaklingstekjur undir 400 þúsund krónur mættu í samanburði við 42 prósent kvenna með einstaklingstekjur að upphæð 800 þúsund krónur eða hærri. Um 73 prósent svarenda sem tóku afstöðu voru hlynnt verkfallsaðgerðum Kvennaverkfallsins. Um 18 prósent voru hvorki hlynnt né andvíg og um níu prósent voru andvíg. Martækur munur var á afstöðu eftir kyni. Um 87 prósent kvenna voru hlynnt verkfallsaðgerðum í samanburði við um 60 prósent karla. 26 prósent karla féll í flokkinn hvorki né. 14 prósent karla voru andvíg aðgerðum. Mannhafið var rosalegt og lögregla hafði aldrei séð annað eins í miðbæ Reykjavíkur.Vísir/vilhelm Þau sem eru 18 til 24 ára voru hlynntari verkfallsaðgerðum en þau sem eldri eru. Hæsta hlutfall hlynntra var í þeim flokki eða rúm 78 prósent. Lægst var hlutfallið í flokki 55-64 ára eða 65 prósent. Þá var fólk spurt hversu sammála eða ósammála það væri fullyrðingunni: „Ég tel að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára.“ Um 66 prósent þjóðarinnar voru sammála fullyrðingunni að Kvennaverkfallið muni hafa jákvæð áhrif á réttindabaráttu kvenna og kvára, 22 prósent voru hvorki sammála né ósammála og 12 prósent ósammála. Niðurstöður könnunarinnar má sjá í heild í viðhengi að neðan. Tengd skjöl Kvennaverkfall-PrósentPDF382KBSækja skjal
Kvennaverkfall Skoðanakannanir Jafnréttismál Mest lesið Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Innlent Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Fleiri fréttir Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Sjá meira