Slepptu einum úr haldi en vilja halda fimm lengur Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2023 11:01 Blóð úr hinum skotna í anddyri fjölbýlishúss við Silfratjörn í Úlfarsárdal. Stöð 2/Arnar Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sleppti einum, sem handtekinn var í tengslum við skotárás í Úlfarsárdal, úr gæsluvarðhaldi í gær. Eftir hádegi verður gerð krafa um áframhaldandi gæsluvarðhald yfir fimm sem grunaðir eru um aðild að árásinni. Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Þetta segir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar, í samtali við Vísi. Hann segir að rannsókn málsins, sem hófst snemma morguns þann 2. nóvember síðastliðinn, gangi vel. Rannsóknir í málum sem þessu séu þó alltaf viðamiklar og taki langan tíma. Hann búist við að málið verði rannsakað næstu vikurnar. Að öðru leyti vill Grímur lítið sem ekkert tjá sig um rannsóknina, með vísan til mikilvægra rannsóknarhagsmuna. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. Stöð 2/Arnar Tengist ótilgreindum hópum Greint hefur verið frá því að lögreglan telji skotárásina tengjast einhvers konar uppgjöri tveggja hópa, sem hafa eldað saman grátt silfur. Grímur segist ekkert geta gefið upp um það um hvaða hópa er að ræða eða hvort þeir tengist öðrum málum. Ungi karlmaðurinn sem hlaut sár á fæti í árásinni, Gabríel Douane, hefur lengi verið bendlaður við svokallaðan Latino-hóp, sem tengist Bankastræti club-málinu svokallaða. Grímur kveðst ekki geta sagt neitt um það hvort árásin tengist deilum sömu tveggja hópa og það mál. Hann getur þó staðfest það að lögreglan hefur rannsakað önnur atvik, sem komið hafa upp á höfuðborgarsvæðinu frá því að árásin var framin, með tilliti til þess hvort þau tengist árásinni. Hvort þau tengist hugsanlegum hefndaraðgerðum vegna hennar. Hann gefur þó ekkert upp um það hvers eðlis þau atvik hafi verið, hversu mörg eða hvort einhver þeirra séu talin tengjast málinu. Hafa haldlagt vopn Grímur segir að við rannsókn málsins hafi lögreglan viðað að sér miklu magni gagna, rætt við nokkurn fjölda fólks og farið í nokkrar húsleitir. Við húsleitir hafi meðal annars fundist vopn, sem voru þá haldlögð. Hvað vopn varðar vill Grímur ekkert gefa upp um það hvers konar skotvopni er talið hafa verið beitt við árásina eða hvort grunur sé uppi um að fleiri en einu slíku hafi verið beitt. Þá segir hann að lögregla telji sig vita hversu mörgum skotum var hleypt af, en að hann geti ekki gefið fjöldann upp.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira