Forsætisráðherra Palestínu biðlar til alþjóðasamfélagsins að stilla til friðar Heimir Már Pétursson skrifar 9. nóvember 2023 19:21 Þessari stúlku var bjargað úr húsarústum eftir loftárás Ísraelshers á Jabaliya flóttamannabúðirnar í norðurhluta Gaza hinn 1. nóvember. AP/Abed Khaled Forsætisráðherra Palestínu biðlaði til alþjóðasamfélagsins í dag að þrýsta á endalok stríðsátaka á Gaza og spurði hversu margir þyrftu að deyja og hvað eyðileggingin þyrfti að verða mikil áður nóg væri komið. Alþingi samþykkti ályktun utanríkismálanefndar um átökin á Gaza í dag með öllum greiddum atkvæðum. Hópur leiðtoga arabaríkja, vestrænna ríkja og samtaka komu saman til skyndifundar í boði Frakklandsforseta í París í dag til að ræða stöðuna í átökunum á Gaza. Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu spurði ráðstefnugesti hvenær þeir teldu að nóg væri komið af morðum og eyðileggingu heimila fólks Mohammed Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu (með aðsetur á Vesturbakkanum) segir Ísrael ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina.AP/Ludovic Marin „Hvað þurfa margir Palestínumenn að deyja til að stöðva stríðið? Þegar sex börn eru myrt á hverri klukkustund, þegar kona er myrt á klukkustundarfresti, er það nóg? Eða þegar tíu þúsund manns hafa verið drepin á þrjátíu dögum, dugar það til,“ spurði forsætisráðherrann. Sjálfsvörn gæfi ríkjum ekki rétt til að hernema önnur lönd, til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög og hvorugur aðilinn hefði rétt til að myrða saklausa borgara. „En Ísrael er ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur sagt að hann eigi í stríði við mannskepnur,“ sagði Shtayyeh. Tveggja ríkja lausn er eina leiðin sem tryggir frið og öryggi Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði tveggja ríkja lausn sjálfstæðrar Palestínu og Ísraels þjóna öryggishagsmunum beggja aðila. Emmanuel Macron forseti Frakklands vill blása nýju lífi í frumkvæði Óslóar samkomulagsins um tveggja ríkja lausn.AP/Ludovic Marin „Við verðum að læra af reynslunni og hætta að fresta friði í Miðausturlöndum. Við verðum að ná aftur frumkvæðinu og safna styrk til að færa okkur loksins í átt til tveggja ríkja lausnarinnar, þar sem Ísrael og Palestína geta þrifist hlið við hlið í friði og öryggi,“ sagði Macron á ráðstefnunni í París. En á meðan leiðtogar heimsins tala heldur stríðið áfram. Ísraelsher er kominn inn í miðborg Gazaborgar. Börn og fullorðnir halda áfram að deyja og innviðir eru sprengdir í loft upp með tilheyrandi skorti á mat, lyfjum, vatni og rafmagni. Þúsundir Palestínumanna hafa flúið suður á bóginn frá Gazaborg vegna stöðugra loftárása Ísraelshers á borgina undanfarnar vikur.AP/Hatem Moussa Á Alþingi Íslendinga náðist loks að samþykkja í dag ályktun með öllum greiddum atkvæðum, sem allir flokkar stóðu að, um vopnahlé og fordæmingu á árásum á almenna borgara og brot á alþjóðalögum. Katrín Jakobsdóttir fagnaði því að Alþingi gæti lyft sér upp fyrir dægurþras og samþykkt ályktun um átökin á Gaza samhljóða.Vísir/Vilhelm „Umræða dagsins í dag hefur sýnt svo ekki verður um villst að enginn í þessum sal er ósnortinn af þeim skelfilegu atburðum sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að Alþingi geti hafið sig yfir pólitískt þjark hversdagsins og talað með skýrri röddu í atburðum þar sem fórnarlömbin eru fyrst og fremst venjulegt fólk, óbreyttir borgarar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar ályktunin var samþykkt í dag. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Alþingi Tengdar fréttir Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Hópur leiðtoga arabaríkja, vestrænna ríkja og samtaka komu saman til skyndifundar í boði Frakklandsforseta í París í dag til að ræða stöðuna í átökunum á Gaza. Mohammad Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu spurði ráðstefnugesti hvenær þeir teldu að nóg væri komið af morðum og eyðileggingu heimila fólks Mohammed Shtayyeh forsætisráðherra Palestínu (með aðsetur á Vesturbakkanum) segir Ísrael ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina.AP/Ludovic Marin „Hvað þurfa margir Palestínumenn að deyja til að stöðva stríðið? Þegar sex börn eru myrt á hverri klukkustund, þegar kona er myrt á klukkustundarfresti, er það nóg? Eða þegar tíu þúsund manns hafa verið drepin á þrjátíu dögum, dugar það til,“ spurði forsætisráðherrann. Sjálfsvörn gæfi ríkjum ekki rétt til að hernema önnur lönd, til að brjóta alþjóðleg mannúðarlög og hvorugur aðilinn hefði rétt til að myrða saklausa borgara. „En Ísrael er ekki í stríði við Hamas heldur alla palestínsku þjóðina. Varnarmálaráðherra Ísraels hefur sagt að hann eigi í stríði við mannskepnur,“ sagði Shtayyeh. Tveggja ríkja lausn er eina leiðin sem tryggir frið og öryggi Emmanuel Macron forseti Frakklands sagði tveggja ríkja lausn sjálfstæðrar Palestínu og Ísraels þjóna öryggishagsmunum beggja aðila. Emmanuel Macron forseti Frakklands vill blása nýju lífi í frumkvæði Óslóar samkomulagsins um tveggja ríkja lausn.AP/Ludovic Marin „Við verðum að læra af reynslunni og hætta að fresta friði í Miðausturlöndum. Við verðum að ná aftur frumkvæðinu og safna styrk til að færa okkur loksins í átt til tveggja ríkja lausnarinnar, þar sem Ísrael og Palestína geta þrifist hlið við hlið í friði og öryggi,“ sagði Macron á ráðstefnunni í París. En á meðan leiðtogar heimsins tala heldur stríðið áfram. Ísraelsher er kominn inn í miðborg Gazaborgar. Börn og fullorðnir halda áfram að deyja og innviðir eru sprengdir í loft upp með tilheyrandi skorti á mat, lyfjum, vatni og rafmagni. Þúsundir Palestínumanna hafa flúið suður á bóginn frá Gazaborg vegna stöðugra loftárása Ísraelshers á borgina undanfarnar vikur.AP/Hatem Moussa Á Alþingi Íslendinga náðist loks að samþykkja í dag ályktun með öllum greiddum atkvæðum, sem allir flokkar stóðu að, um vopnahlé og fordæmingu á árásum á almenna borgara og brot á alþjóðalögum. Katrín Jakobsdóttir fagnaði því að Alþingi gæti lyft sér upp fyrir dægurþras og samþykkt ályktun um átökin á Gaza samhljóða.Vísir/Vilhelm „Umræða dagsins í dag hefur sýnt svo ekki verður um villst að enginn í þessum sal er ósnortinn af þeim skelfilegu atburðum sem nú eiga sér stað fyrir botni Miðjarðarhafs. Ég tel að það sé gríðarlega mikilvægt að Alþingi geti hafið sig yfir pólitískt þjark hversdagsins og talað með skýrri röddu í atburðum þar sem fórnarlömbin eru fyrst og fremst venjulegt fólk, óbreyttir borgarar,“ sagði Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra þegar ályktunin var samþykkt í dag.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Frakkland Alþingi Tengdar fréttir Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47 Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22 Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06 Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01 G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Sjá meira
Skora á íslensk stjórnvöld að bregðast við krísunni á Gasa Íslenskir læknar og hjúkrunarfræðingar hafa sent íslenskum stjórnvöldum sitthvort opinbera bréfið vegna ástandsins á Gasa. Undirrituð krefjast þess að íslensk stjórnvöld bregðist við atburðunum og krefjist þar vopnahlés og þrýsti á Ísrael um að stöðva árásir. 9. nóvember 2023 13:47
Samstaða um Gasa á Alþingi en pattstaða í átökum Fulltrúar stjórnar- og stjórnarandstöðu náðu óvænt í dag samkomulagi um sameiginlega ályktun vegna átakanna á Gasaströndinni. Utanríkisráðherrar sjö helstu iðnríkja heims kalla eftir að Gasa verði áfram undir stjórn Palestínumanna en án Hamas. 8. nóvember 2023 19:22
Náðu saman með ályktun um vopnahlé Utanríkismálanefnd komst að samkomulagi um tillögu að þingsályktun á fundi sínum í morgun sem snertir á kröfu um vopnahlé á Gasa, fordæmingu á hryðjuverkum Hamas-samtakanna í Ísrael og fordæmingu á verknaði Ísraelsstjórnar í kjölfarið. Tillagan verður tekin fyrir á þinginu á morgun. 8. nóvember 2023 14:06
Nauðsynlegt að stöðva stríðsglæpi á Gaza strax Þingflokksformaður Pírata segir mikilvægt að afstaða Alþingis gagnvart átökunum á Gaza liggi fyrir sem allra fyrst. Það liggi ljóst fyrir að stríðsglæpir hafi verið framdir á Gaza og þá verði að stöðva ekki síðar en strax. 8. nóvember 2023 12:01
G7-ríkin kalla eftir mannúðarhléi en Blinken útilokar vopnahlé Utanríkisráðherrar G7-ríkjanna hafa sameinast um yfirlýsingu þar sem kallað er eftir mannúðarhléi á átökum milli Ísraela og Hamas til að greiða fyrir neyðaraðstoð til íbúa. 8. nóvember 2023 10:58