Pabbi þinn vinnur ekki hér! Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar 9. nóvember 2023 10:30 Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Auður Önnu Magnúsdóttir Jafnréttismál Vinnustaðurinn Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei Skoðun Skoðun Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Skoðun Svörin voru hroki og yfirlæti Davíð Bergmann skrifar Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aðgerðarleysi er það sem kostar ungt fólk Jóhannes Óli Sveinsson skrifar Skoðun Að gera eða vera? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Skattablæti sem bitnar harðast á landsbyggðinni Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Málfrelsi ungu kynslóðarinnar – og ábyrgðin sem bíður okkar Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun „Við skulum syngja lítið lag...“ Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar Skoðun Ný flugstöð á rekstarlausum flugvelli? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Þeir sem hafa verulega hagsmuni af því að segja ykkur ósatt Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Ísland: Meistari orkuþríþrautarinnar – sem stendur Jónas Hlynur Hallgrímsson skrifar Skoðun Úthaf efnahagsmála – fjárlög 2026 Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Þegar líf liggur við Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Stóra vandamál Kristrúnar er ekki Flokkur fólksins Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Sjá meira
Á mörgum vinnustöðum má finna í sameiginlegum rýmum eins og kaffistofum miða sem á stendur í fjölbreyttum útgáfum skilaboð um að mæður starfsfólks séu ekki starfandi á vinnustaðnum. Skilaboðin eru að starfsfólk þurfi því sjálft að setja kaffibollana sína í uppþvottavélina og jafnvel setja hana af stað. Tilgangurinn er að setja í grín-samhengi leiðinleg skilaboð sem okkur finnst smáfyndin því við skiljum öll brandarann. Mamma setur í uppþvottavélina og mamma setur hana af stað. Það eru steríótýpurnar um hlutverk mæðra á heimilum. Bara ef mamma ynni nú á mínum vinnustað svo ég þyrfti ekki að ganga frá eftir mig. Nýafstaðið kvennaverkfall þar sem hundrað þúsund konur mættu og kröfðust raunverulegs jafnréttis sýnir að konur og kvár eru ekki sátt við það kerfi sem þau búa við. Nýjar íslenskar kannanir sýna að konur sinna heimilisstörfum og skipulagningu í kringum heimili og börn í mun meira mæli en karlkyns makar þeirra, svokölluð þriðja vakt sem er verkstjórn heimilisins. Þessu vilja konur og kvár breyta. Þau vilja fá að láta sína drauma rætast og sleppa við hindranirnar sem felast í því að auðvelda líf annarra. Konur þurfa bara að vera duglegri að skipa lötu mönnunum sínum fyrir og þá er þetta ekki vandi segir þá einhver. En það er kjarni þriðju vaktarinnar, að halda yfirsýn, sinna verkstjórn og skipa lötu körlunum fyrir. Auk þess sýnir dæmið um mömmuna sem vinnur ekki á kaffistofunni að vandinn er kerfislægur en ekki bundin við einstaka heimili. Árþúsundagamalt kerfi setur á herðar konum ábyrgð á nærumhverfinu og krefst þess að þær noti sinn takmarkaða tíma á jörðinni til þess að líf allra í kringum þær virki. Þeim býðst svo að sinna sínum eigin hugðarefnum þegar fyrstu, annari og þriðju vaktinni er lokið. Það er, á milli kl. 21.30 og hálftíu á kvöldin. Í stað þess að krefja konur enn einu sinni um að vera bara duglegri við að breyta aðstæðum sem þær eru settar í er nauðsynlegt að breyta samfélagsgerðinni sem þrýstir á um að konur og kvár setji sínar þarfir, langanir og drauma í síðasta sæti. Hægt hefur gengið að tryggja jafnan rétt kynja og samfélagsgerðin er enn langt á eftir. Niðurstöður meistararannsóknar í kynjafræði sýnir að Íslendingar eru í afneitun um álagið sem fylgir því að vera framkvæmdastjóri heimilisins. Þurfa karlar ekki bara að vera duglegri að taka ábyrgð á heimilinu? Og ætti ekki að breyta miðunum á vinnustöðunum þannig að á þeim standi „Pabbi þinn vinnur ekki hér“? Höfundur er framkvæmdastýra Kvenréttindafélags Íslands.
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Umönnunarbilið – kapphlaupið við klukkuna og krónurnar Bryndís Elfa Valdemarsdóttir skrifar
Skoðun Eurovision: Tímasetningin og atburðarásin sögðu meira en ákvörðunin Gunnar Salvarsson skrifar
Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Norðurlöndin – kaffiklúbbur eða stórveldi? Hrannar Björn Arnarsson,Lars Barfoed,Maiken Poulsen Englund,Pyry Niemi,Torbjörn Nyström skrifar
Skoðun ESB íhugar að fresta bensín- og dísilbanni til 2040 – Ísland herðir álögur á mótorhjól þrátt fyrir óraunhæfa rafvæðingu Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun