„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 21:38 Víðir sagði mikilvægt að fólk hefði í huga að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta. Þá sagði hann engan minni mann ef hann leitaði sér aðstoðar vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira
Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Innlent Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Aldrei jafn margar drónaárásir Erlent Maðurinn er fundinn Innlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Sjá meira