„Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 8. nóvember 2023 21:38 Víðir sagði mikilvægt að fólk hefði í huga að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta. Þá sagði hann engan minni mann ef hann leitaði sér aðstoðar vegna ástandsins á Reykjanesskaga. Vísir/Vilhelm Víðir Reynisson, sviðstjóri almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra, sagði mikilvægt að muna að svartasta sviðsmyndin væri ekki sú líklegasta, þegar hann ræddi jarðhræringar á Reykjanesskaga á íbúafundi í Stapa í Reykjanesbæ í kvöld. Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“ Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Víðir var á meðal þeirra sem ávörpuðu fundinn, en auk hans voru framsögumenn Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, Kristín Jónsdóttir, deildarstjóri og jarðskjálftafræðingur á Veðurstofunni, Kristinn Harðarson, framkvæmdastjóri framleiðslu hjá HS Orku, og Páll Erland, forstjóri HS Veitna. Fundargestum gefst einnig kostur á að spyrja hópinn spurninga, en nálgast má streymi frá fundinum hér. „Mest af umræðunni undanfarna daga hefur snúist um áhrifin og hættu á eldgosu. En við megum ekki gleyma því að einn af fylgikvillum þessara umbrota eru jarðskjálftarnir sem mörg okkar hafa fundið ansi hressilega fyrir,“ sagði Víðir og bætti við að slíkir jarðskjálftar geti verið verulega óþægilegir fyrir marga. Búin undir svörtustu sviðsmyndir „Umfjöllunin hefur að miklu leyti snúist um þessar svörtustu spár,“ sagði Víðir. Hann ítrekaði mikilvægi þess að fólk tæki með í reikninginn að margt gæti gerst, og þá annað og minna en svörtustu spár geri ráð fyrir. „Það er líklegra en ekki að það verði ekki svarta myndin. Það er líklegast að það gerist eitthvað annað en það allra svartasta sem við erum að tala um. Það breytir ekki því að við erum búin undir að takast á við mjög erfið verkefni. En við gerum okkur líka grein fyrir því að umræðan hefur verið á þeim nótum, eðlilega til þess að allir séu upplýstir um hvað getur gerst, þá hefur hún verið með þeim hætti að mörgum líður illa.“ Víðir sagði óvissu alltumlykjandi þegar að jarðhræringunum kemur. „Að búa við óvissu getur skapað vanlíðan og það dregur líka úr þolinu okkar, það minnkar seigluna sem við höfum. Endurteknir atburðir, aftur og aftur, geta dregið smám saman úr baráttuþrekinu sem við höfum,“ sagði Víðir. Enginn minni maður sem leitar sér hjálpar Því væri mikilvægt að fólk hugaði hvert að öðru. „Hugsum um andlegu heilsuna, pössum upp á náungann, pössum upp á fólkið sem á erfitt með að afla sér upplýsinga, pössum upp á þá sem skilja ekki aðstæðurnar, ræðum hreinskilið við börnin okkar, ræðum hreinskilið við fjölskylduna, förum eftir þeim leiðbeiningum sem eru birtar og hlustum á þær upplýsingamiðlanir sem eru byggðar á traustum og góðum upplýsingum.“ Þá minnti Víðir á að hægt væri að leita sér aðstoðar við vanlíðan, meðal annars í hjálparsíma Rauða krossins, 1717, og á netspjallinu 1717.is. Þar sé alltaf hægt að fá aðstoð í fullum trúnaði. „Það er enginn minni maður þó hann leiti sér aðstoðar og er með einhverjar spurningar þegar ástandið er svona,“ sagði Víðir. Þá sagði Víðir að það mikilvægasta sem íbúar jarðskjálftasvæða gætu gert væri að kynna sér viðbragðsáætlanir, huga að eigin viðbrögðum og gera ráðstafanir til að auka eigið öryggi. Þannig megi minnka álag á viðbragðsaðila og kerfi þegar erfiða tíma beri að garði. „Þannig getum við unnið áfram saman í þessu.“
Eldgos og jarðhræringar Reykjanesbær Almannavarnir Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Mest lesið Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Innlent Klórar sér í kollinum yfir kvennaverkfallinu Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Embættismenn sitji að hámarki í fjórtán ár og aðstoðarmenn hætti fyrir kosningar Engin lausn og ákveðin sjálfsblekking að banna börnum að nota tölvuleiki Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Kröfur kvennaárs komnar í innheimtu og gjalddaginn fallinn Segir tilvalin íbúðasvæði opnast með Sundabraut Niðurrif hafið á gamla Morgunblaðshúsinu Næstum öllum sagt upp hjá dótturfélagi Play Sjá meira
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda