Telur gagnrýni Dóru Bjartar varhugaverða Jakob Bjarnar skrifar 8. nóvember 2023 15:11 Sigríður Dögg telur Dóru Björt hafa farið yfir strikið þegar hún taldi sérkennilegt að þeir miðlar sem töluðu ófaglega um borgarmálin fengju styrki. vísir/vilhelm Sigríður Dögg Auðunsdóttir, formaður Blaðamannafélags Íslands, hefur nú tjáð sig um gagnrýni Dóru Bjartar Guðjónsdóttur borgarfulltrúa, á ríkisstyrki til Morgunblaðsins. Sigríður Dögg telur Dóru Björt vera á vafasömu róli með gagnrýni sína. „Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins. Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
„Borgarfulltrúi Pírata gagnrýndi í borgarstjórn í gær fyrirkomulag ríkisstyrki til einkarekinna miðla. Á sama tíma gerði hún alvarlegar athugasemdir við umfjöllun einstaka fjölmiðils um fjármál Reykjavíkurborgar,“ segir Sigríður Dögg á Facebook-síðu sinni. Vísir greindi frá sjónarmiðum þeim sem Dóra Björt setti fram í gær: Sigríður Dögg segist ekki heldur gera neinar athugasemdir við að reglur um úthlutun fjölmiðlastyrkja séu gagnrýndar. Hverjum og einum er frjálst að finna að efnistökum eða nálgun einstaka fjölmiðla. Forsenda styrkja að þeir séu án pólitískra afskipta „Mér finnst hins vegar athugunarvert að tengja þetta tvennt saman og tel að slíkt geti beinlínis grafið undan fjölmiðlafrelsi. Það er algjör forsenda opinberra styrkja til fjölmiðla að þeir séu án allra pólitískra afskipta og að reglur um þá séu gagnsæjar og sanngjarnar svo þær uppfylli markmið þeirra, sem er að efla frjálsa fjölmiðla í þágu lýðræðis.“ Veruleg umræða hefur orðið um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Meðal þeirra sem hefur gagnrýnt styrkina er Brynjar Níelsson fyrrverandi aðstoðarmaður dómsmálaráðherra. Jón Trausti Reynisson, framkvæmdastjóri Heimildarinnar brást við gagnrýni Brynjars á Facebook-síðu sinni... sem svo Brynjar svaraði á sinni Facebook-síðu. Brynjar og Jón eru meðal fjölmargra sem hafa tjáð sig um úthlutun styrkja til einkarekinna fjölmiðla. Segir Google og Facebook sópa til sín auglýsingum Sigríður Dögg telur að margt mætti betur fara í reglum um styrki til einkarekinna miðla, hún telur þá umræðu ætti að fara fram á faglegum grundvelli. „Alls ekki pólitískum. Það er óumdeilt að staða íslenskra fjölmiðla hefur sjaldan verið verri og að fagleg blaðamennska hefur átt undir högg að sækja. Rekstur fjölmiðla er ósjálfbær á meðan tæknirisar á borð við Google og Facebook sópa til sín meginþorra auglýsingatekna markaðarins og ekki hefur tekist að bæta upp tapið með auknum áskriftum. Sigríður Dögg Auðunsdóttir segir rekstur fjölmiðla ósjálfbæran og við því verði að bregðast.vísir/vilhelm Styrkir til einkarekinna miðla eru mikilvæg aðgerð til að bæta upp þann markaðsbrest sem orðið hefur því rekstur fjölmiðla er mikilvægur grundvöllur fyrir faglega blaðamennsku sem er mikilvægur grundvöllur lýðræðis.“ Pistli sínum lýkur Sigríður Dögg á þeim orðum að óskandi væri að stjórnmálamenn gætu sammælst um að taka umræðuna um fjölmiðla og blaðamennsku upp úr skotgröfum pólitískra deilna og myndu vinna í sameiningu að eflingu faglegrar blaðamennsku í þágu almennings og lýðræðisins.
Fjölmiðlar Borgarstjórn Rekstur hins opinbera Píratar Reykjavík Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent