Lokað í verslunum Pennans vegna netárásar Kolbeinn Tumi Daðason, Rafn Ágúst Ragnarsson og Árni Sæberg skrifa 8. nóvember 2023 14:42 Verslun Pennans við Hallarmúla. Vísir/Vilhelm Lokað hefur verið í öllum 16 verslunum Pennans Eymundsson síðan í hádeginu í dag. Ástæðan mun vera netárás á fyrirtækið. Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið. Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira
Mbl.is greindi fyrst frá. Verslunarstjóri Pennans Eymundsson í Kringlunni tjáði fréttastofu að skellt hefði verið í lás í hádeginu. Þá hefði starfsfólki verið sagt að loka tölvum sínum. Heimasíða Pennans liggur niðri. Í tilkynningu frá Pennanum Eymundsson segir að um netárás hafi verið að ræða. Það kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Þar kemur einnig fram að sérfræðingar vinni að því að greina og meta umfang árásarinnar og að nánari upplýsingar verði veittar um leið og þær liggja fyrir. Þessi skilaboð bíða þeirra sem heimsækja verslun Pennans í Hallarmúla.Vísir/Vilhelm Útgáfuhóf sem áætluð séu í verslunum Pennans Eymundsson í Austurstræti og Skólavörðustíg verði haldin samkvæmt áætlun. Annars verði verslanir Pennans lokaðar það sem eftir er dags. Bregðast rétt við Guðmundur Arnar Sigmundsson, forstöðumaður netöryggissveitarinnar CERT-IS, segir að Pennin hafi tilkynnt stofnuninni um netárásina en að netöryggi Pennans heyri ekki undir hana. Hann segi þó gott að Penninn hafi látið vita og að hann telji fyrirtækið vera að bregðast rétt við í samstarfi við fagaðila á einkamarkaði. Guðmundur Arnar Sigmundsson er forstöðumaður CERT-IS Þá segir Guðmundur Arnar að engar frekari tilkynningar um netárásir hafi borist í dag en nokkuð hafi borið á slíkum tilkynningum undanfarnar vikur. Þá hafi algengast aðferð netþrjóta verið að senda starfsmönnum tölvupósta og reyna að fá þá til þess að opna hlekki eða að brjótast inn í gegnum svokallað VPN-kerfi. Hann viti þó ekkert um það hvers kyns árás var framin á kerfi Pennans í dag. Fréttin hefur verið uppfærð. Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Veistu meira um málið? Vísir tekur við öllum ábendingum á netfangið ritstjorn@visir.is eða í tölvupósti á einstaka blaðamenn. Fullum trúnaði er heitið.
Netöryggi Netglæpir Verslun Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Fleiri fréttir Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Sjá meira