Hús-næði Hjálmar Sveinsson skrifar 8. nóvember 2023 08:31 Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjálmar Sveinsson Samfylkingin Húsnæðismál Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Skoðun Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Orðið húsnæði felur í sér fyrirheit um öryggi og skjól. Ríki og sveitarfélög setja sér húsnæðisstefnu til að tryggja öllum húsnæði á viðráðanlegu verði. Samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar um aukið framboð á íbúðum, sem borgarstjóri og innviðaráðherra undirrituði í ársbyrjun, er afar mikilvægt. Þar er kveðið á um að byggðar verði 16 000 íbúðir í Reykjavík á árunum 2023 til 2032 og einnig, sem er ekki síður mikilvægt, er gert ráð fyrir að 35 prósent þessara 16 þúsund íbúða verði félagslegt og hagkvæmt húsnæði. Tímamótasamkomulag Samkomulagið markar tímamót en setur jafnframt kvaðir á borg og ríki að framfylgja því. Það felur í sér mikilvæga framtíðarsýn og réttlátt húsnæðiskerfi. Nákvæmlega þess vegna sætir nokkurri furðu að Reykjavík skuli, enn sem komið er, vera eina sveitarfélagið sem gert hefur slíkt samkomulag. Umræða um húsnæðismál hefur verið áberandi undanfarnar vikur. Rætt er um botnfrosinn markað og hávaxtastefnu Seðlabankans og þröngum lánaskilyrðum kennt um. Það er vissulega slæmt en ástandið er skilgetið afkvæmi sveiflukennds efnahagslífs. Húsnæðismarkaðurinn í Reykjavík er reyndar ekki botnfrosinn. Ekki ennþá. Í dag eru um 2800 íbúðir í byggingu í Reykjavík, aðrar 2700 áætlaðar íbúðir eru á lóðum sem búið er að deiliskipuleggja, og því hægt að byggja strax, og álíka margar á byggingarhæfum lóðum. Auk þess er gert ráð fyrir 9000 lóðum á þróunarsvæðum í borginni. Það er sem sé til nóg af deiliskipulögðum og byggingarhæfum lóðum. En fjármagn, á viðráðanlegu verði, virðist vanta til að byggja meira. Af þeim sökum er óvíst að takist að framfylgja metnaðarfullum markmiðum húsnæðissamkomulagsins fyrr en verðbólguskrímslið hefur verið hrakið aftur inn í helli sinn. Hvað með öruggt húsnæði á leigumarkaði? Það vekur athygli mína að í allri húsnæðisumræðunni er varla minnst á leigumarkaðinn. Kannski vegna tilhneigingar til að tala þann markað niður. Ólíklegasta fólk talar jafnvel um “leiguliða” þegar leigjendur ber á góma. Það er talað um að fólk sé “fast á leigumarkaði”. En ætti það ekki að vera ánægjulegur valkostur frekar en bölvaldur að leigja húsnæði? Í ágætu Silfri á Rúv á mánudaginn voru ungmenni spurð hvort sæju fyrir sér að geta keypt íbúð. Þau sáu það yfirleitt ekki fyrir sér. En að leigja? Þau voru ekki spurð að því. Ætti það ekki að vera góður valkostur fyrir þau sem hafa ekki efni á að kaupa eða vilja ekki steypa sér í rússíbanareið ævilangra skulda verðtryggðra eða óverðtryggðra lána í íslensku hávaxtaumhverfi? Gæti ekki verið skynsamlegt að byggja upp slíkt kerfi hagkvæms og öruggs langtímaleigumarkaðar til hliðar við séreignakerfið eins og þekkist í nágrannalöndum okkar? Segja má að vísir að því sé kominn með samningum ríkis og sveitarfélaga um stofnframlög. Húsnæðisfélag verkalýðshreyfingarinnar Bjarg hefur á örfáum árum byggt 1000 langtímaleiguíbúðir á grundvelli stofnframlaga víðs vegar um borgina á örfáum árum. Sú uppbygging miðar við fólk á vinnumarkaði með lágar tekjur. Er ekki kominn tími til að taka aðeins stærri skref og stofna húsnæðisfélög sem byggja upp hagkvæmt húsnæði á félagslegum forsendum fyrir fleiri sem hér búa og starfa? Það gæti skapað fólki alvöru húsnæði og samrýmdist húsnæðissáttmálanum. Húsnæði er annað og meira en hilluvara. Í orðinu felst mikilvægt fyrirheit. Fyrsta skrefið gæti verið að hætta að tala leigumarkaðinn niður og. Höfundur er borgarfulltrúi Samfylkingarinnar.
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite Skoðun
Geðveiki krónuhagkerfisins: Tók 35 milljón króna lán, búinn að greiða til baka 91 milljón, skuldar samt enn 64 milljónir! Ole Anton Bieltvedt Skoðun