Atlético á toppinn en allt jafnt á toppi H-riðils Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 7. nóvember 2023 22:40 Griezmann og félagar skemmtu sér konunglega í kvöld. EPA-EFE/KIKO HUESCA Atlético Madríd er mætt á topp E-riðils eftir einstaklega þægilegan 6-0 sigur á Celtic í Meistaradeild Evrópu. Þá eru Porto og Barcelona jöfn að stigum á toppi H-riðils. Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023 Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Það var snemma ljóst að Celtic væru í hlutverki músarinnar í Madríd. Antoine Griezmann kom Atlético yfir strax á 6. mínútu. Um miðbik fyrri hálfleiks fékk hinn japanski Daizen Maeda beint rautt spjald í liði Celtic og ljóst að gestirnir væru að fara stigalausir heim. Undir lok fyrri hálfleiks tvöfaldaði Álvaro Morata forystu heimaliðsins og staðan 2-0 í hálfleik. Það var svo Griezmann sem kom Atrlético þremur mörkum yfir þegar klukkustund var liðin af leiknum. Áfram hélt niðurlæging Celtic sex mínútum síðar þegar varamaðurinn Samuel Lino þrumaði boltanum í netið úr þröngu færi, staðan orðin 4-0. Morata og Saúl Ñíguez juku þjáningar gestanna enn frekar en þegar loks var flautað til leiksloka var staðan 6-0 Atlético Madríd í vil. Atleti on fire #UCL pic.twitter.com/RNbs7LJPIY— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Róm var Feyenoord í heimsókn hjá Lazio. Þar stefndi í markalausan fyrri hálfleik eða allt þangað til Ciro Immobile braut ísinn í uppbótartíma eftir undirbúning Felipe Anderson. Fleiri urðu mörkin ekki og lauk leiknum með 1-0 sigri Lazio. Atl. Madríd trónir á toppi E-riðils með 8 stig, Lazio með 7 stig, Feyenoord með 6 stig og Celtic rekur lestina með aðeins eitt stig. Immobile's goal secures the points for Lazio #UCL pic.twitter.com/kGd9zJN5uJ— UEFA Champions League (@ChampionsLeague) November 7, 2023 Í Portúgal gat Porto jafnað Barcelona að stigum á toppi H-riðils með sigri á Antwerp frá Belgíu þar sem Börsungar töpuðu óvart gegn Shakhtar Donetsk. Porto var mun sterkari aðilinn og vann á endanum öruggan 2-0 sigur. Evanilson skoraði fyrra mark leiksins úr vítaspyrnu eftir rúman hálftíma. Það virtist ætla að vera eina mark leiksins en hinn fertugi Pepe skreytti kökuna með öðru marki Porto í uppbótartíma. Varð hann um leið elsti leikmaðurinn til að skora í Meistaradeildinni. Lokatölur 2-0 og Porto komið í harða baráttu við Barcelona um toppsæti riðilsins. Shakhtar er með sex stig og lætur sig dreyma um að komast í 16-liða úrslit á meðan Antwerp er án stiga. At 40 years old, Pepe becomes the oldest player to score in the Champions League pic.twitter.com/qmdqm63Y5K— B/R Football (@brfootball) November 7, 2023
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Tengdar fréttir Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59 Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45 Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20 Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00 Mest lesið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Shakhtar lagði Barcelona í Hamborg Shakhtar Donetsk vann gríðarlega óvæntan 1-0 sigur í Barcelona þegar liðin mættust í Hamborg í H-riðli Meistaradeildar Evrópu. 7. nóvember 2023 19:59
Dortmund með mikilvægan sigur á Newcastle Borussia Dortmund vann í kvöld gríðarlega mikilvægan 2-0 sigur á Newcastle United í F-riðli Meistaradeildar Evrópu karla í knattspyrnu. Síðar í kvöld mætast AC Milan og París Saint-Germain. 7. nóvember 2023 19:45
Fyrsti sigur Milan hleypir drauðariðlinum í uppnám AC Milan tók á móti París Saint-Germain í F-riðli Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Riðillinn hefur verið kallaður dauðariðillinn og eftir 2-1 sigur AC Milan má segja að hann standi undir nafni. 7. nóvember 2023 22:20
Man City og RB Leipzig bæði komin áfram Evrópumeistarar Manchester City eru komnir áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Það er RB Leipzig einnig en liðin eru á toppi G-riðils. Man City lagði Young Boys frá Sviss 3-0 á meðan Leipzig vann 2-1 útisigur á Rauðu stjörnunni í Serbíu. 7. nóvember 2023 22:00