Loka kaffihúsinu á Árbæjarsafni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. nóvember 2023 16:12 Árbæjarsafn í samnefndum borgarhluta er vinsæll áfangastaður til að kynnast sögu lands og þjóðar. Vísir/Vilhelm Reykjavíkurborg hefur ákveðið að hætta rekstri kaffihúss á Árbæjarsafni á næsta ári. Dregið verður úr þátttöku Borgarsögusafns í kostnaði á Safnanótt og Menningarnótt auk þess sem dregið veður úr dagskrá og aðgengi í Viðey. Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni. Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sjá meira
Þetta er meðal þess sem kemur fram í greinargerð fagsviða með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar sem kynnt var í dag. Þar segir í kafla um Borgarsögusafn að góð aðsókn hafi verið að Borgarsögusafni og útlitið bjart fyrir árið 2024. Safnið í Aðalstræti, Árbæjarsafn, Ljósmyndasafn, Sjóminjasafn og Viðey tilheyra Borgarsögusafni. „Engu að síður kallar fjárhagsáætlun ársins 2024 á verulegt aðhald í rekstri og munu allir þættir starfsins markast af því,“ segir í greinargerðinni. Viðburðum í Viðey verður fækkað milli ára úr tíu í þrjá. Dregið verður úr þátttöku á Safnanótt og Menningarnótt og leitað annars konar samstarfs. Dregið verður úr margvíslegri þjónustu, t.a.m. hætt með rekstur kaffihúss á Árbæjarsafni, dregið úr dagskrá og aðgengi í Viðey og opnunartími sýninga styttur. Dregið verður úr beinni markaðssetningu og aðkeyptri vinnu en lögð áhersla á samfélagstengingu með nýrri vefsíðu safnsins og á samfélagsmiðlum. Hafin verður endurskoðun mörkunar Borgarsögusafns til að styðja við væntingar um aukningu gesta og sterkara samtal við nærsamfélagið, auk sérstakrar stefnumótunar fyrir Viðey með víðtæku samráði. Fræðslustarf verður áfram öflugt á öllum stöðum safnsins. Sérstök áhersla verður lögð á verkefni sem hafa samfélagslega tengingu og inngildingu fyrir ólíka hópa. Borgarsögusafn hefur verið leiðandi á þessu sviði og má þar m.a. nefna sérstaka opnun á sýningarstöðum fyrir einstaklinga á einhverfurófi, sjónlýsingar og pólsk jól. „Mikil hagræðing í rekstri undangenginna ára er farin að hafa neikvæð áhrif á grunnþætti í starfsemi Borgarsögusafns og forgangsröðun því brýn. Árið 2023 var safnkosturinn fluttur í vandað varðveislurými þar sem ráðgert er á komandi árum að vinna með safnkostinn; skráning, ljósmyndun og forvarsla. Áfram verður unnið við gerð húsakannana og fornleifaskráningar í tengslum við skipulagsmál. Einnig umsagna um varðveislu og gildi ýmissa mannvirkja, varðveisla menningarminja og menningarmerkinga. Auk þess heldur áfram viðhald og viðgerð safnhúsa Árbæjarsafns til að koma í veg fyrir kostnaðarsamar viðgerðir síðar meir. Þar verður farið í úrbætur á aðgengismálum og áframhaldandi samstarf við Fjölskyldugarðinn varðandi dýrahald. Þá verður áfram unnið að endurnýjun skráningargrunnsins sarpur.is,“ segir í greinargerðinni.
Reykjavík Viðey Söfn Borgarstjórn Veitingastaðir Tengdar fréttir Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51 Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? Innlent Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Erlent Fleiri fréttir Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Hættu að fá boð á vísindaráðsfundi almannavarna: „Menning þöggunar og útilokunar“ „Tel nægja að menn séu að fremja ítrekuð afbrot“ Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Sjá meira
Viðsnúningur fenginn beint úr vasa skattgreiðenda Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gefur lítið fyrir fagnaðarlæti meirihlutans í borginni í morgun þegar fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár var kynnt. Á fundi borgarstjórnar sagði hún umtalaðan viðsnúning fjármála borgarinnar ekki afleiðingu hagræðingar heldur væri hann sóttur beint í vasa skattgreiðenda. 7. nóvember 2023 14:51
Gera ráð fyrir afgangi af rekstri borgarinnar á næsta ári Gert er ráð fyrir því að sex hundruð milljóna króna afgangur verði af rekstri A-hluta Reykjavíkurborgar á næsta ári, ári á undan áætlun. Borgarstjóri segir að tekist hafi að snúa rekstri borgarinnar við þrátt fyrir erfiðar ytri aðstæður. 7. nóvember 2023 11:59