Veitir Morawiecki umboð til stjórnarmyndunar Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2023 07:58 Andrzej Duda, forseti Póllands og Mateusz Morawiecki, starfandi forsætisráðherra Póllands, árið 2017. AP Andrzej Duda, forseti Póllands, hefur veitt fráfarandi forsætisráðherra, Mateusz Morawiecki, umboð til stjórnarmyndunar eftir þingkosningar sem fram fóru í síðasta mánuði. Morawiecki kemur úr röðum stjórnarflokksins Lögum og rétti (PiS) sem missti meirihluta sinn á þingi í kosningunum. Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017. Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Forsetinn Duda sagði í sjónvarpsávarpi til pólsku þjóðarinnar í gærkvöldi að hann hafi tekið ákvörðunina eftir yfirvegaða greiningu og samráð, en hann hefur síðustu vikurnar átt samtöl við formenn flokka sem náðu mönnum á þing í kosningunum. Duda var náinn bandamaður Morawiecki áður en hann tók við embætti forseta. Rafal Bochenek, talsmaður PiS, fagnaði ákvörðun forsetans og sagði ákvörðunina staðfestingu á langvarandi stjórnskipulegri hefð í landinu. Duda sagði fyrir kosningarnar að hann myndi fyrst veita leiðtoga stærsta flokksins á þingi umboð til stjórnarmyndunar að loknum kosningum. Misstu meirihlutann Lög og réttur tryggði sér 35 prósent atkvæða og varð stærsti flokkurinn á þingi, en missti þrátt fyrir það meirihluta sinn. Borgaravettvangur, flokkur Donald Tusks, hlaut tæplega 31 prósent atkvæða, á meðan mið-hægriflokkurinn Þriðja leiðin hlaut 14 prósent atkvæða og Nýja vinstrið tæplega níu prósent atkvæða. Saman náðu flokkarnir þrír meirihluta og hafa leiðtogar þeirra sagst munu vilja mynda nýja stjórn með Tusk sem forsætisráðherra. Ólíklegt verður því að teljast að Morawiecki takist að mynda nýja stjórn þrátt fyrir að hafa fengið umboð til þess frá forsetanum nú. Fari svo að Morawiecki og PiS nái ekki að mynda nýja ríkisstjórn fellur það í skaut þingheims að velja annan til að mynda nýja stjórn, mögulega þá Tusk. Hann þyrfti þá að standa af sér atkvæðagreiðslu um vantraust á þinginu til að verða næsti forsætisráðherra og mynda nýja stjórn. Takist það ekki heldur er það forsetans, Duda, að velja síðasta mann til að reyna að mynda stjórn eða þá að boða til nýrra kosninga. Verði forsætisráðherra, sama hvað Duda muni gera Tusk ávarpaði stuðningsmenn skömmu fyrir ávarp Duda í gærkvöldi og sagði þar að hann yrði næsti forsætisráðherra, sama hver ákvörðun Duda yrði. Hinn 66 ára Tusk var forsætisráðherra Póllands á árunum 2007 til 2014 og var forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins á árunum 2014 til 2019. Í kosningabaráttunni hét hann því að bæta samskipti Póllands og Evrópusambandsins. Morawiecki hefur gegnt embætti forsætisráðherra Póllands frá árinu 2017.
Pólland Kosningar í Póllandi Tengdar fréttir Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15 Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Innlent Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Innlent Fleiri fréttir Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Hæstiréttur opnar á brottflutning til þriðja ríkis Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Stóra og fallega frumvarpið verður að lögum Voru á há-áhættu lista BBC fyrir Glastonbury Fjöldi flugferða felldur niður vegna verkfalls franskra flugumferðarstjóra Danskur covid-samsærissinni bendlaður við rússneskan upplýsingahernað Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Combs áfram í gæsluvarðhaldi Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Jimmy Swaggart allur Evrópuríkjum leyft að nota kolefnisjöfnun erlendis í fyrsta skipti Diddy sakfelldur í tveimur af fimm ákæruliðum Boðar arftaka Dalai Lama Paramount lúffar fyrir Trump og greiðir bætur vegna Kamölu Táningsstúlkan sem lést var að teyma íslenskan hest Maðurinn sem fann upp mew-ið er látinn Handtóku stjórnendur sjúkrahússins vegna ætlaðra barnsdrápa Trans konur fá ekki að keppa og Thomas svipt metunum Segja gengið á birgðirnar og hætta við vopnasendingar til Úkraínu Ísraelsmenn hafi gengist við skilyrðum vopnahlés Sjá meira
Kallar nýtt þing ekki saman fyrr en eftir þrjár vikur Andrzej Duda forseti Póllands segist ekki ætla að kalla saman nýtt þing fyrr en 13. nóvember næstkomandi. Þá verður liðinn tæpur mánuður frá því að stjórnarandstaðan vann yfirburðarsigur í þingkosningum. Ólíklegt er að ný ríkisstjórn taki við fyrr en í desember. 26. október 2023 14:15
Hvetur forseta til að kalla saman þing sem fyrst Donald Tusk hvetur forseta Póllands til að kalla saman þing sem fyrst svo hægt sé að greiða atkvæði þar um nýjan forsætisráðherra. Stjórnarviðræður þurfa að fara fram í kjölfar kosninga um helgina þar sem núverandi ríkisstjórnarmeirihluti var felldur. 18. október 2023 09:04