Opið bréf til ríkisstjórnarinnar! Aðgerðir núna Hafdís Ólafsdóttir skrifar 6. nóvember 2023 13:01 Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen Skoðun Bakslag í skoðanafrelsi? Kári Allansson Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 76 dagar sem koma aldrei aftur Einar Guðnason skrifar Skoðun Er popúlismi kenning um siðferði? Einar Gísli Gunnarsson skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ákalli um samræmingu í eftirliti svarað Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Kæru ráðherrar, Ég er ekki vön því að skrifa ráðamönnum eða vera hávær opinberlega. En það er ekki hægt að horfa á það sem er að gerast í Palestínu og aðhafast ekkert eða að leyfa ykkur að draga Ísland niður í svaðið með fleiri vestrænum ríkjum. Ísrael hefur ítrekað brotið alþjóðalög, mannúðarlög og gerst sekt um stríðsglæpi og glæpi gegn mannkyninu. Má þar nefna með hernáminu, með því að koma á aðskilnaðarstefnu á hernumdum svæðum Palestínu, með ólöglegum landtökubyggðum, með því að vernda ekki óbreytta borgara heldur þvert á móti ráðast á þá sem og heilbrigðisstarfsfólk og fréttamenn, með því að sprengja sjúkrahús, skóla, sjúkrabíla og með því að loka á vatnsbirgðir, olíu, rafmagn, mat og hjálpargögn og aðrar lífsnauðsynjar til Gaza og svo áfram mætti telja. En til hvers eru lögin ef ekki er farið eftir þeim eða eiga lögin bara við um suma? Vestrænir pólitíkusar og fjölmiðlar margir virðast hafa fengið sömu handbókina um hvernig eigi að svara ásökunum á hendur Ísraels. Jú “Ísrael á rétt á að verja sig” og bera við Sáttmála Sameinuðu þjóðanna grein 51. En það er einfaldlega ekki rétt. Samkvæmt Alþjóðadómstólnum í Haag hefur Ísrael ekki rétt á að verja sig fyrir árásum frá svæði sem þeir sjálfir hernema (málsgrein 139, ráðgefandi álit frá 2004). Gaza er hernumið af Ísrael. Það er verið að fremja þjóðarmorð fyrir framan augun á okkur og þið aðhafist ekkert. Þið hunsið alþjóðalög, sitjið hjá í okkar nafni í atkvæðagreiðslu Neyðarfundar SU, utanríkisráðherra efast um að Ísraelsher sé að ráðast á Gaza og áfram er hægt að þylja upp tilvik þar sem vanhæfni ykkar sem þjóðarleiðtoga er augljós. Hver eruð þið eiginlega? Hvar er mannúðin? Hvar er réttlætið? Beitið ykkur fyrir því að koma á vopnahléi, fordæmið árásir og mannréttindabrot Ísraela gagnvart Palestínu, slítið stjórnmálasambandi við Ísrael og hvetjið til efnahagsþvingana gegn Ísrael þar til þau láta af aðskilnaðarstefnu sinni gagnvart Palestínu. Núna er tíminn.
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun