Fólkið á Airwaves: Á hátíðinni fyrir einskæra tilviljun Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 5. nóvember 2023 20:16 Sam mætti á Airwaves fyrir einskærra tilviljun en segist hafa notið sín í botn. Vísir/Rafn Ágúst Tónlist ómar um miðborgina í tilefni af Iceland Airwaves sem lauk í dag. Reykjavík var því yfirfull af músíkelsku fólki frá öllum hornum heimsins um helgina og rakst blaðamaður á Bretann Sam sem mætti á hátíðina fyrir tilviljun. Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við. View this post on Instagram A post shared by Samuel (@1q89music) Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams. Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves. „Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“ Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart. „Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“ Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Reykjavík Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira
Sam starfar sem götulistamaður og hefur ofan af fyrir sér með því að leika á svokallaða hang-trommu á götum Kornbretalands. Hann segist einnig taka að sér gigg við og við. View this post on Instagram A post shared by Samuel (@1q89music) Hér fyrir ofan sést leikið á hang-trommu á Instagram-síðu Sams. Þegar Tilbury spilaði fyrir stútfullri annarri hæðinni á Kex rakst Sam á blaðamann og sagði honum söguna af því hvernig hann endaði óvart á Airwaves. „Ég er alveg óvart á Airwaves, ég kom bara til að skoða íslenska náttúru en fann svo armband á gólfinu. Ég hafði heyrt nafnið áður og horft á nokkur atriði á netinu þannig ég ákvað að skella mér. Í gær hélt ég mér á Kex en í kvöld ætla ég að fara að sjá fleiri atriði.“ Hann sagðist hafa verið sérstaklega spenntur fyrir Bombay Bicycle Club og JD Beck en tók einnig fram hvað íslenska tónlistarfólkið sem hann þekkti ekki fyrir hefðu komið honum skemmtilega á óvart. „Ég var ekkert alveg viss með þetta. Á Englandi eru margar tónlistarhátíðir af svipaðri stærð og þessi og þar er alltaf mikið að atriðum bara til að fylla inn í dagskrána en það er ekki þannig hér. Sumt af því sem ég er búinn að sjá í dag var alveg ótrúlegt.“
Airwaves Tónlist Samkvæmislífið Bretland Reykjavík Mest lesið Kærleiksbomba frá GusGus Tónlist Carmina Burana sem maður vill helst gleyma – hvað fór úrskeiðis í Hörpu? Gagnrýni Ástin blómstrar hjá Rósu Líf og Anahitu Lífið Svanhildur Hólm fór holu í höggi Lífið Biggi ekki lengur lögga Lífið Þjóðin tjáir sig: Skipbrot VÆB, söguleg núll stig og meðalgreind heimsálfa Lífið Stjörnulífið: Bikiní dress vikunnar Lífið 50+: „Það þykir ekki töff að segjast vera einmana“ Áskorun Væri til í fjörutíu eiginmenn og nokkra sykurpabba Lífið Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Menning Fleiri fréttir Kærleiksbomba frá GusGus Nýtt lag frá VÆB-bræðrum: „Bíðið bara, það verður epic!“ „Maður er í elífu straffi sem tónlistarmaður, getur ekki gert neitt annað“ Óhræddir við raunverulegar tilfinningar Kaleo með tónleika á Íslandi í fyrsta sinn í áratug Davíð í Kaleo bjó til flöskutrommusett Fimmtán ára og gefur út frumsamda plötu Elti ástina til Íslands „Þetta er allt partur af plani hjá guði“ Eyddi unglingsárunum inni í þvottahúsi Gefa út sína fyrsta plötu síðan 2001 Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Sjá meira