Forviða yfir því að enginn hafi stöðvað útbreiðslu lúsarinnar Bjarki Sigurðsson skrifar 3. nóvember 2023 23:30 Fiskar með sár eftir laxalús í kvíum í Tálknafirði. Veiga Grétarsdóttir Fyrrverandi prófessor í velferð fiska segist aldrei hafa séð eins sára laxa eftir lús og þá sem eru í kvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Hann segist forviða yfir því að ekki hafi verið brugðist fyrr við. Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum í gær hefur um milljón fiskum verið slátrað eða fargað vegna laxalúsafaraldurs í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Myndefni sem kayakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskunum fyrir viku síðan sýnir kvíarnar fullar af annað hvort lúsétnum eða dauðum fiskum. Lúsafaraldurinn hefur vakið athygli erlendis og fjallaði The Guardian ítarlega um hann í morgun. Trygve Poppe, fyrrverandi prófessor í velferð fiska, segir fiskana á myndunum í kvíunum í Tálknafirði vera við dauðans dyr vegna lúsarinnar. Hann segist aldrei hafa séð svo sundurétna fiska í svo miklu magni áður. „Þetta eru mjög slæmir og útbreiddir áverkar. Ég myndi segja að þetta væri lokastig laxalúsaplágu þar sem lýsnar éta allt roðið af haus og hnakka fisksins. Svo, já, þessir fiskar þjást greinilega og þeir hljóta að hafa þjáðst býsna lengi að mínu viti því þetta eru útbreidd sár sem eru mjög langt gengin,“ segir Poppe. Trygve Poppe hefur starfað í kringum velferð fiska nánast allt sitt líf.Vísir Það kemur honum á óvart að norskir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafi leyft lúsinni að breiðast svona út. Þeir eigi að vita betur. „Þeir eiga sannarlega að hafa reynslu og þekkingu á því hvernig á að meðhöndla laxalús. Þetta á að vera vel þekkt vandamál hjá norskum fiskeldismönnum sem hafa komið sér fyrir á Vestfjörðum. Ég er undrandi á umfanginu og að einhver skyldi leyfa þessu að gerast. Þetta er mjög alvarlegt brot á dýravelferðarreglum,“ segir Trygve. Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37 Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Líkt og fjallað var um í kvöldfréttum í gær hefur um milljón fiskum verið slátrað eða fargað vegna laxalúsafaraldurs í sjókvíum Arctic Fish og Arnarlax í Tálknafirði. Myndefni sem kayakræðarinn Veiga Grétarsdóttir tók af fiskunum fyrir viku síðan sýnir kvíarnar fullar af annað hvort lúsétnum eða dauðum fiskum. Lúsafaraldurinn hefur vakið athygli erlendis og fjallaði The Guardian ítarlega um hann í morgun. Trygve Poppe, fyrrverandi prófessor í velferð fiska, segir fiskana á myndunum í kvíunum í Tálknafirði vera við dauðans dyr vegna lúsarinnar. Hann segist aldrei hafa séð svo sundurétna fiska í svo miklu magni áður. „Þetta eru mjög slæmir og útbreiddir áverkar. Ég myndi segja að þetta væri lokastig laxalúsaplágu þar sem lýsnar éta allt roðið af haus og hnakka fisksins. Svo, já, þessir fiskar þjást greinilega og þeir hljóta að hafa þjáðst býsna lengi að mínu viti því þetta eru útbreidd sár sem eru mjög langt gengin,“ segir Poppe. Trygve Poppe hefur starfað í kringum velferð fiska nánast allt sitt líf.Vísir Það kemur honum á óvart að norskir eigendur sjókvíaeldisfyrirtækjanna hafi leyft lúsinni að breiðast svona út. Þeir eigi að vita betur. „Þeir eiga sannarlega að hafa reynslu og þekkingu á því hvernig á að meðhöndla laxalús. Þetta á að vera vel þekkt vandamál hjá norskum fiskeldismönnum sem hafa komið sér fyrir á Vestfjörðum. Ég er undrandi á umfanginu og að einhver skyldi leyfa þessu að gerast. Þetta er mjög alvarlegt brot á dýravelferðarreglum,“ segir Trygve.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Tálknafjörður Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37 Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07 Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46 Mest lesið „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Erlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Innlent „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Fleiri fréttir SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Sjá meira
Vill stjórnendur laxeldisfyrirtækja í fangelsi Um milljón lúsugum löxum hefur verið slátrað eða þeir drepist í sjókvíum í Tálknafirði. Talsmaður náttúruverndarsamtaka segir útilokað annað en að fiskarnir þjáist miðað við núverandi rekstrarfyrirkomulag. Hann kallar stjórnendur fyrirtækjanna glæpamenn. 2. nóvember 2023 20:37
Um milljón laxar orðið fordæmalausum lúsafaraldri að bráð Að minnsta kosti ein milljón laxa hefur drepist eða verið fargað í fordæmalausum laxalúsafaraldri í Tálknafirði. 1. nóvember 2023 20:07
Vilja leggja bann á fiskeldi í opnum sjókvíum: „Þetta er bara ógeðslegt“ Þingmenn Pírata hafa lagt fram þingsályktunartillögu um að banna eigi fiskeldi í opnum sjókvíum. Flutningsmaður tillögunar segir eldið vera dýraníð og að það valdi gríðarlegum skemmdum á vistkerfum landsins. 3. nóvember 2023 11:46