Gætt hafi verið að börnunum í Grafarvogi Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 3. nóvember 2023 15:00 Í myndböndum sem tekin voru við heimili drengjanna í Grafarvogi mátti sjá að nokkur mannmergð hópaðist að lögreglumönnum í aðgerðunum. Fólk hrópaði að lögreglu og mótmælti aðgerðinni. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu segir það vera hlutverk embættisins að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlýtt. Efst í huga allra sem komi að aðgerðum líkt og þeirri í Grafarvogi þann 25. október síðastliðnum séu börnin sem eigi í hlut. Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið. Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kemur í tilkynningu frá Sýslumanni vegna fjölmennrar lögregluaðgerðar sem fram fór í Foldahverfi í Grafarvogi á miðvikudag í síðustu viku. Þar átti að flytja þrjá íslenska drengi til föður síns í Noregi sem fer með forsjá þeirra samkvæmt úrskurði íslenskra og norskra dómstóla. Flutningi þeirra var frestað en aðgerðir lögreglu hafa sætt mikilli gagnrýni. Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, hefur meðal annars sagt að til standi að skoða verkferla í málinu. Geti hvorki skorast undan né valið stað Í tilkynningu Sýslumanns segir að embættið hafi skilning á því að spurningar geti vaknað hjá fólki í kjölfar jafn viðkvæmrar aðgerðar og þarna hafi farið fram, enda hafi börn átt í hlut. „Ákvarðanir í forsjármálum eru teknar af dómstólum ekki sýslumönnum. En eitt af hlutverkum sýslumanns er að framfylgja niðurstöðu dómstóla í þeim tilvikum sem henni er ekki hlítt. Þegar aðilar neita að framfylgja niðurstöðu dómstóla, en í þessu tilfelli liggja fyrir dómar bæði héraðsdóms og Landsréttar, þá er sýslumaður kallaður til.“ Sýslumanni sem fái beiðni um að framkvæma aðfarargerð, sé skylt samkvæmt lögum að sinna henni og getur hann hvorki skorast undan þeirri skyldu né að öllu leyti valið stað fyrir framkvæmd hennar. Aðgerðin í Grafarvogi hafi þannig verið framkvæmd á grundvelli lagaskyldu, í samræmi við gildandi lög og að beiðni foreldris sem fer eitt með forsjá barnanna. „Börnin voru ekki á lögheimili sínu, þar sem dómstólar hafa sagt að þau eigi að vera og í slíkum tilvikum verður sýslumaður að framkvæma aðför. Lögum þeim, sem dæmt er eftir í þeim tilfellum, er fyrst og fremst ætlað að tryggja hag barna en ekki foreldra. Niðurstaða dómstóla liggur fyrir um hvað sé börnunum fyrir bestu. Því miður hefur niðurstöðunni ekki verið hlítt, þótt dómsmálinu milli foreldra sem báðir eru íslenskir ríkisborgarar, sé lokið. Því eru málin nú komin í þennan leiða farveg.“ Þess gætt að valda börnunum sem minnstu álagi Þá segir sýslumaður að rétt sé að taka fram að ekki hafi verið lagst gegn því af hálfu fulltrúa hans að lögmaður móður drengjanna væri viðstaddur gerðina. Viðvera hans hafi umsvifalaust verið viðurkennd þegar hann hafi kynnt sig sem slíkur. Þá hafi fulltrúi barnaverndar verið á vettvangi, líkt og gildandi lög kveða á um. „Efst í huga allra sem koma að aðgerð sem þessari eru börnin sem eiga í hlut. Þess er ávallt gætt að haga framkvæmdinni þannig að hún valdi börnunum sem allra minnstu álagi.“ Á sama tíma segir sýslumaður mikilvægt að utanaðkomandi stuðli ekki að erfiðum aðstæðum á vettvangi. Það geri framkvæmd aðfarargerðarinnar enn erfiðari fyrir börnin en þegar er orðið.
Reykjavík Lögreglumál Fjölskyldumál Réttindi barna Stjórnsýsla Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira