„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 13:48 Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að bregðast við auknu ofbeldi sem virðist vera að færast á næsta stig. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. „Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira
„Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.
Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Innlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Fleiri fréttir Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Sjá meira