„Gríðarlega brugðið eins og allri þjóðinni“ Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 3. nóvember 2023 13:48 Dómsmálaráðherra segir nauðsynlegt að bregðast við auknu ofbeldi sem virðist vera að færast á næsta stig. Vísir/Ívar Fannar Dómsmálaráðherra segist slegin vegna skotárásar sem átti sér stað í Úlfársárdal í gærnótt. Ofbeldisárásir virðist vera að færast upp á næsta stig og nauðsynlegt sé að bregðast við. Frumvarp um breytingar á lögreglulögum sé tilraun til þess. „Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra. Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
„Mér var gríðarlega brugðið eins og ég tel að allri þjóðinni hafi verið,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, spurð um viðbrögð sín við fregnum af skotárásinni í gær. Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn slapp með skrámu. Mikil mildi þykir að ekki hafi farið verr. „Við höfum séð aukna hörku og aukið ofbeldi á síðustu misserum. Ég hef haft þungar áhyggjur af meiri hnífaburði og hnífaárásum sem hafa verið endurteknar. Núna virðist þetta hafa færst á næsta stig og þarna eiga skotvopn í hlut. Það vekur ugg í mínu brjósti og þetta krefst þess að það verður að bregðast við með einhverjum hætti,“ segir Guðrún. Frumvarp til að bregðast við aukinni hörku og ofbeldi Lögregla hafi í langan tíma hafa bent á og lýst yfir áhyggjum af auknu ofbeldi og skipulagðri glæpastarfsemi. „Ég vil þá minna á að í þessari viku lagði ég í samráðsgátt, frumvarp um breytingu á lögreglulögum þar sem við erum að bregðast við þessum ábendingum lögreglu um að það séu merki um aukna hörku, aukið ofbeldi, aukna skipulagða glæpastarfsemi. Við Íslendingar verðum að bregðast við og það er ég að gera með framlagningu á þessu frumvarpi.“ Nái frumvarpið fram að ganga verði lögreglunni veittar auknar heimildir til gagnaöflunar, gagnavinnslu og gagnamiðlunar til afbrotavarna. „Ég vil líka leggja áherslu á að með auknum heimildum er ég sömuleiðis að leggja til í þessu frumvarpi stóraukið eftirlit með heimildum lögreglu sem er þá samfara því,“ segir Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra.
Lögreglumál Alþingi Skotárás á Silfratjörn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Gulli Reynis látinn Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Innlent Jarðskjálfti olli flóðbylgju á Grænlandi Erlent Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Erlent Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira