Tveir urðu fyrir skoti í árásinni við Silfratjörn Margrét Björk Jónsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 3. nóvember 2023 11:50 Blóðslettur voru enn sýnilegar í anddyri fjölbýlishússins við Silfratjörn eftir hádegið í gær. Vísir/Vilhelm Tveir ungir menn urðu fyrir skotum í skotárásinni í Úlfarsáradal í gær, annar særðist en hinn fékk skrámu. Um er að ræða deilur milli tveggja hópa sem ólíklegt er að sjái fyrir endann á. Lögregla kannar hvort auka þurfi viðbúnað í höfuðborginni vegna málsins. Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar. Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Samkvæmt heimildum fréttastofu réðust nokkrir menn á fjóra aðra á fimmta tímanum í gærnótt við fjölbýlishúsið við Silfrutjörn. Lögregla hefur ekki viljað staðfesta það. Ekki er ljóst hversu margir árásarmannanna beittu skotvopnum en skotin hæfðu tvo. Annar þeirra særðist en áverkarnir voru ekki alvarlegir. Hann var útskrifaður af Landspítalanum í gær. Hinn fékk skrámu en leitaði ekki aðhlynningar á sjúkrahúsi. Heimildir herma að um sé að ræða hefnaraðgerðir milli hópanna tveggja sem hafi stigmagnast síðustu daga. Skotin hæfðu íbúð í nágrenninu við árásarvettvang sem er alls ótengd málinu og kyrrstæðan bíl við Silfrutjörn. Aukinn viðbúnaður til skoðunar Sjö hafa verið handteknir vegna árársarinnar og Grímur Grímsson, hjá miðlægri deild lögreglu, telur að lögregla hafi alla í haldi sem tengjast henni. Hann vill ekki gefa upp á þessu stigi málsins hvort mennirnir hafi áður komið við sögu lögreglunnar. Grímur Grímsson vill lítið gefa upp um stöðu mála.Vísir/Vilhelm Aðspurður hvort skotvopn, eitt eða fleiri, hafi fundist segir Grímur að húsleit hafi verið framkvæmd á fleiri en einum stað í gær samhliða handtökunum. Hann telur ekki tímabært að upplýsa hvað hafi komið úr úr þeim. Þá vill hann ekki svara því hvort talið sé að einn eða fleiri aðili hafi beitt skotvopni né nokkuð um vopnategund. Varðandi aukinn viðbúnað lögreglu um helgina segir Grímur að það sé til skoðunar. Eðli málsins samkvæmt sé ekki heppilegt að tilgreina viðbúnað lögreglu í smáatriðum. Iceland Airwaves tónlistarhátíðin hófst í gær og stendur yfir um helgina. Má búast við miklum fjölda fólks í miðbæ Reykjavíkur. Næstu skref lögreglunnar eru að sögn Gríms að ljúka yfirheyrslum yfir þeim sem handteknir voru í gær og í framhaldi verða teknar ákvarðanir um áframhald rannsóknarinnar.
Skotárás á Silfratjörn Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29 Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47 Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Umferðarslys við Bröttubrekku Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Yfirheyrslur yfir sjömenningum framundan Yfirheyrslur yfir mönnunum sjö sem handteknir voru vegna skotárásar í fjölbýli á Silfratjörn í Úlfarsárdal munu fara fram í dag. Lögregla hyggst ekki veita frekari upplýsingar um mennina að svo stöddu. 3. nóvember 2023 09:29
Lögregla gefur ekkert upp um þá handteknu Þrír hafa verið handteknir vegna skotárásar í fjölbýli í Úlfarsárdal í nótt. Einn særðist en líðan hans er sögð góð eftir atvikum. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglu í dag vegna málsins. Lögregla gefur ekki upp hver aðild þeirra handteknu að málinu er. 2. nóvember 2023 18:47
Vaktin: Lögregla leitar logandi ljósi að byssumanni Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar byssumanns eftir að maður var skotinn fyrir utan fjölbýlishús í Silfratjörn í Úlfarsárdal í Reykjavík í nótt. Vísir fylgist með nýjustu vendingum í málinu. 2. nóvember 2023 14:27
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“