Geimfarinn Ken Mattingly látinn Atli Ísleifsson skrifar 3. nóvember 2023 07:55 Ken Mattingly fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 leiðangrinum 1972. NASA Bandaríski geimfarinn T. Ken Mattingly, sem fór á sporbaug um tunglið í Apollo 16 árið 1972 og gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum í Apollo 13-leiðangrinum nokkrum árum fyrr, er látinn. Hann varð 87 ára. Bandaríska geimvísindastofnunin NASA greinir frá því að Mattingly hafi andast síðastliðinn þriðjudag. „Geimfari NASA, TK Mattingly gegndi lykilhlutverki í velgengni Apollo-áætlunar okkar, og geislandi persónuleiki hans mun tryggja að hans verður minnst alla tíð,“ segir í yfirlýsingu NASA. Í kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1996 fór leikarinn Gary Sinise með hlutverk Mattingly, Tom Hanks með hlutverk Lovell, Bill Paxton með hlutverk Fred Haise og Kevin Bacon með hlutverk Jack Swigert. Mattingly gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum Apollo 13-leiðangursins þar sem hann veitti geimförunum ómetanlega ráðgjöf, en hann hafði sjálfur verið þurft að yfirgefa teymið þremur sólarhringum fyrir áætlað geimskot vegna veikinda. With heavy hearts, we bid farewell to @USNavy rear admiral and @NASA astronaut Ken Mattingly. His brave contributions providing critical decisions to rescue the Apollo 13 crew, and serving as a key player in the Apollo and early Shuttle programs will long be remembered. #RIP pic.twitter.com/RRMfQjuxGz— NASA History Office (@NASAhistory) November 2, 2023 Ákveðið var taka Mattingly úr teyminu eftir að hann hafði verið útsettur fyrir mislingum. Fór svo að varaskeifan Jack Swigert tók sæti Mattingly í Apollo 13 sem var skotið á loft 11. apríl 1970. Með Swigert um borð voru þeir Jim Lovell og Fred Haise. Um 56 klukkustundum eftir að Apollo 13 var skotið á loft sprakk súrefnistankur um borð sem varð til þess að annar tankur skemmdist líka. Mattingly veitti félögum sínum dýrmæta ráðgjöf þegar unnið var að því að tryggja að koma þeim óhultum aftur til jarðar. Árið 1972 gafst Mattingly þó annað tækifæri að fara út í geim í Apollo 16. Mattingly stýrði tunglferjunni, en félagar hans í leiðangrinum, þeir John Young og Charles Duke, vörðu þremur sólarhringum á yfirborði tunglsins. Apollo 16 er næstsíðasti leiðangurinn þar lent var á tunglinu. Áður hafði Mattingly verið varaskeifa í bæði Apollo 8 og Apollo 11 leiðöngrunum. Geimurinn Bandaríkin Andlát Tunglið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira
Bandaríska geimvísindastofnunin NASA greinir frá því að Mattingly hafi andast síðastliðinn þriðjudag. „Geimfari NASA, TK Mattingly gegndi lykilhlutverki í velgengni Apollo-áætlunar okkar, og geislandi persónuleiki hans mun tryggja að hans verður minnst alla tíð,“ segir í yfirlýsingu NASA. Í kvikmyndinni Apollo 13 frá árinu 1996 fór leikarinn Gary Sinise með hlutverk Mattingly, Tom Hanks með hlutverk Lovell, Bill Paxton með hlutverk Fred Haise og Kevin Bacon með hlutverk Jack Swigert. Mattingly gegndi lykilhlutverki í björgunaraðgerðum Apollo 13-leiðangursins þar sem hann veitti geimförunum ómetanlega ráðgjöf, en hann hafði sjálfur verið þurft að yfirgefa teymið þremur sólarhringum fyrir áætlað geimskot vegna veikinda. With heavy hearts, we bid farewell to @USNavy rear admiral and @NASA astronaut Ken Mattingly. His brave contributions providing critical decisions to rescue the Apollo 13 crew, and serving as a key player in the Apollo and early Shuttle programs will long be remembered. #RIP pic.twitter.com/RRMfQjuxGz— NASA History Office (@NASAhistory) November 2, 2023 Ákveðið var taka Mattingly úr teyminu eftir að hann hafði verið útsettur fyrir mislingum. Fór svo að varaskeifan Jack Swigert tók sæti Mattingly í Apollo 13 sem var skotið á loft 11. apríl 1970. Með Swigert um borð voru þeir Jim Lovell og Fred Haise. Um 56 klukkustundum eftir að Apollo 13 var skotið á loft sprakk súrefnistankur um borð sem varð til þess að annar tankur skemmdist líka. Mattingly veitti félögum sínum dýrmæta ráðgjöf þegar unnið var að því að tryggja að koma þeim óhultum aftur til jarðar. Árið 1972 gafst Mattingly þó annað tækifæri að fara út í geim í Apollo 16. Mattingly stýrði tunglferjunni, en félagar hans í leiðangrinum, þeir John Young og Charles Duke, vörðu þremur sólarhringum á yfirborði tunglsins. Apollo 16 er næstsíðasti leiðangurinn þar lent var á tunglinu. Áður hafði Mattingly verið varaskeifa í bæði Apollo 8 og Apollo 11 leiðöngrunum.
Geimurinn Bandaríkin Andlát Tunglið Mest lesið Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent Fleiri fréttir Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Sjá meira