Bara fjórir leikmenn eftir úr meistaraliði KR frá 2019 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2023 10:00 Óskar Örn Hauksson lyftir Íslandsbikarnum haustið 2019. Vísir/Daníel Þór Reynsluboltarnir Kennie Chopart og Kristinn Jónsson hafa yfirgefið karlalið KR í fótbolta á síðustu dögum og það eru því mjög fáir eftir úr því liði sem færði KR síðasta Íslandsmeistaratitil sinn fyrir fjórum árum síðan. KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum sumarið 2019 en liðið endaði mótið með fjórtán stigum meira en næsta lið sem var Breiðablik. Á síðustu árum hefur hver leikmaður þessa liðs á fætur öðrum yfirgefið Vesturbæjarliðið. Þjálfarinn Rúnar Kristinsson hætti síðan þjálfun liðsins eftir að Bestu deildinni lauk í haust og tók við liði Fram. Margir hafa hætt í fótbolta Margir úr meistaraliði KR frá 2019 hafa líka sagt skilið við fótboltann. Skúli Jón Friðgeirsson setti skóna upp á hillu strax eftir Íslandsmeistaratímabilið, Gunnar Þór Gunnarsson hætti eftir 2020 tímabilið, Pálmi Rafn Pálmason og Arnþór Ingi Kristinsson sögðu þetta gott eftir 2021 tímabilið og Beitir Ólafsson markvörður hætti í fótbolta eftir 2022 tímabilið. Pablo Punyed hefur haldið áfram að vinna titla eftir að hann yfirgaf KR.Vísir/Daníel Þór Pablo Punyed fór yfir til Víkinga fyrir 2021 tímabilið og hefur síðan unnið fimm stóra titla á sex árum með Víkingum. Óskar Örn Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna eftir 2021 leiktíðina að hafa hafa spilað með KR í fimmtán ár og bætt bæði leikja- og markametið. Óskar Örn var markahæstur í 2019 liðinu með sjö deildarmörk en Daninn Tobias Thomsen skoraði einnig sjö mörk. Thomsen fór heim til Danmerkur í ágúst 2020. Bæði Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Orri Margeirsson fóru heim í Breiðablik, Finnur eftir 2020 tímabilið en Arnór fyrir tímabilið í ár. Björgvin Stefánsson, sem skoraði fjögur mörk fyrir KR þetta sumar, en hann hætti hjá félaginu vegna veikinda eftir að hafa greinst með gigt í byrjun mars 2020. Alex Freyr Hilmarsson fór til ÍBV sumarið 2022 og Ástbjörn Þórðarson fór fyrst á láni til Gróttu og seinna til Keflavíkur. Aron Bjarki Jósepsson fór upp á Skaga fyrir 2022 tímabilið. Af þeim sem spiluðu mest sumarið 2019 eru aðeins fjórir leikmenn eftir í KR en það eru Atli Sigurjónsson, Finnur Tómas Tómasson, Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason. Fjórir með nýlega samninga Finnur Tómas fór út í atvinnumennsku en hefur síðan snúið aftur heim. Kristján Flóki spilaði reyndar mun minna en hinir því hann kom til KR í lok júlí á meistaraárinu. KR var komið með tíu stiga forskot þegar Kristján Flóki spilaði sinn fyrsta leik 6. ágúst. Finnur Tómas Tómasson gerði nýjan fjögurra ára samning við KR í janúar 2022, Atli framlengdi samning sinn um þrjú ár í upphafi 2022 tímabilsins og Kristján Flóki samdi einnig til þriggja ára í janúar í fyrra. Ægir Jarl er síðan með samning út 2024 tímabili. Þessir fjórir eru því ekki á förum úr Vesturbænum. Það er því miklar líkur á því að þessir fjórir haldi áfram að spila með KR-liðinu undir nýjum þjálfara. Minningin um Íslandsmeistaratitilinn lifir því enn innan liðsins. Þeir spiluðu flestar mínútur í KR-liðinu 2019: 1. Beitir Ólafsson 1980 mínútur - HÆTTUR 2. Óskar Örn Hauksson 1932 mínútur - FARINN 3. Arnór Sveinn Adalsteinsson 1890 mínútur - FARINN 4. Pálmi Rafn Pálmason 1856 mínútur - HÆTTUR 5. Tobias Thomsen 1793 mínútur - FARINN 6. Kristinn Jónsson 1611 mínútur - FARINN 7. Kennie Chopart 1520 mínútur - FARINN 8. Finnur Tómas Pálmason 1503 mínútur 9. Pablo Punyed 1419 mínútur - FARINN 10. Atli Sigurjónsson 1070 mínútur 11. Arnþór Ingi Kristinsson 962 mínútur - HÆTTUR 12. Skúli Jón Friðgeirsson 778 mínútur - HÆTTUR 13. Finnur Orri Margeirsson 773 mínútur - FARINN 14. Kristján Flóki Finnbogason 715 mínútur 15. Gunnar Þór Gunnarsson 532 mínútur - HÆTTUR 16. Björgvin Stefánsson 453 mínútur - HÆTTUR 17. Alex Freyr Hilmarsson 404 mínútur - FARINN 18. Ægir Jarl Jónasson 384 mínútur Besta deild karla KR Tengdar fréttir Kristinn Jónsson segir bless við KR Kristinn Jónsson mun ekki spila áfram með KR í Bestu deild karla í fótbolta og félagið hefur því misst tvo reynslubolta á stuttum tíma. 2. nóvember 2023 07:20 Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. 2. nóvember 2023 23:00 Kennie Chopart yfirgefur KR eftir sjö ára samband Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016. 31. október 2023 17:10 „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
KR varð Íslandsmeistari með yfirburðum sumarið 2019 en liðið endaði mótið með fjórtán stigum meira en næsta lið sem var Breiðablik. Á síðustu árum hefur hver leikmaður þessa liðs á fætur öðrum yfirgefið Vesturbæjarliðið. Þjálfarinn Rúnar Kristinsson hætti síðan þjálfun liðsins eftir að Bestu deildinni lauk í haust og tók við liði Fram. Margir hafa hætt í fótbolta Margir úr meistaraliði KR frá 2019 hafa líka sagt skilið við fótboltann. Skúli Jón Friðgeirsson setti skóna upp á hillu strax eftir Íslandsmeistaratímabilið, Gunnar Þór Gunnarsson hætti eftir 2020 tímabilið, Pálmi Rafn Pálmason og Arnþór Ingi Kristinsson sögðu þetta gott eftir 2021 tímabilið og Beitir Ólafsson markvörður hætti í fótbolta eftir 2022 tímabilið. Pablo Punyed hefur haldið áfram að vinna titla eftir að hann yfirgaf KR.Vísir/Daníel Þór Pablo Punyed fór yfir til Víkinga fyrir 2021 tímabilið og hefur síðan unnið fimm stóra titla á sex árum með Víkingum. Óskar Örn Hauksson gekk til liðs við Stjörnuna eftir 2021 leiktíðina að hafa hafa spilað með KR í fimmtán ár og bætt bæði leikja- og markametið. Óskar Örn var markahæstur í 2019 liðinu með sjö deildarmörk en Daninn Tobias Thomsen skoraði einnig sjö mörk. Thomsen fór heim til Danmerkur í ágúst 2020. Bæði Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Finnur Orri Margeirsson fóru heim í Breiðablik, Finnur eftir 2020 tímabilið en Arnór fyrir tímabilið í ár. Björgvin Stefánsson, sem skoraði fjögur mörk fyrir KR þetta sumar, en hann hætti hjá félaginu vegna veikinda eftir að hafa greinst með gigt í byrjun mars 2020. Alex Freyr Hilmarsson fór til ÍBV sumarið 2022 og Ástbjörn Þórðarson fór fyrst á láni til Gróttu og seinna til Keflavíkur. Aron Bjarki Jósepsson fór upp á Skaga fyrir 2022 tímabilið. Af þeim sem spiluðu mest sumarið 2019 eru aðeins fjórir leikmenn eftir í KR en það eru Atli Sigurjónsson, Finnur Tómas Tómasson, Ægir Jarl Jónasson og Kristján Flóki Finnbogason. Fjórir með nýlega samninga Finnur Tómas fór út í atvinnumennsku en hefur síðan snúið aftur heim. Kristján Flóki spilaði reyndar mun minna en hinir því hann kom til KR í lok júlí á meistaraárinu. KR var komið með tíu stiga forskot þegar Kristján Flóki spilaði sinn fyrsta leik 6. ágúst. Finnur Tómas Tómasson gerði nýjan fjögurra ára samning við KR í janúar 2022, Atli framlengdi samning sinn um þrjú ár í upphafi 2022 tímabilsins og Kristján Flóki samdi einnig til þriggja ára í janúar í fyrra. Ægir Jarl er síðan með samning út 2024 tímabili. Þessir fjórir eru því ekki á förum úr Vesturbænum. Það er því miklar líkur á því að þessir fjórir haldi áfram að spila með KR-liðinu undir nýjum þjálfara. Minningin um Íslandsmeistaratitilinn lifir því enn innan liðsins. Þeir spiluðu flestar mínútur í KR-liðinu 2019: 1. Beitir Ólafsson 1980 mínútur - HÆTTUR 2. Óskar Örn Hauksson 1932 mínútur - FARINN 3. Arnór Sveinn Adalsteinsson 1890 mínútur - FARINN 4. Pálmi Rafn Pálmason 1856 mínútur - HÆTTUR 5. Tobias Thomsen 1793 mínútur - FARINN 6. Kristinn Jónsson 1611 mínútur - FARINN 7. Kennie Chopart 1520 mínútur - FARINN 8. Finnur Tómas Pálmason 1503 mínútur 9. Pablo Punyed 1419 mínútur - FARINN 10. Atli Sigurjónsson 1070 mínútur 11. Arnþór Ingi Kristinsson 962 mínútur - HÆTTUR 12. Skúli Jón Friðgeirsson 778 mínútur - HÆTTUR 13. Finnur Orri Margeirsson 773 mínútur - FARINN 14. Kristján Flóki Finnbogason 715 mínútur 15. Gunnar Þór Gunnarsson 532 mínútur - HÆTTUR 16. Björgvin Stefánsson 453 mínútur - HÆTTUR 17. Alex Freyr Hilmarsson 404 mínútur - FARINN 18. Ægir Jarl Jónasson 384 mínútur
Þeir spiluðu flestar mínútur í KR-liðinu 2019: 1. Beitir Ólafsson 1980 mínútur - HÆTTUR 2. Óskar Örn Hauksson 1932 mínútur - FARINN 3. Arnór Sveinn Adalsteinsson 1890 mínútur - FARINN 4. Pálmi Rafn Pálmason 1856 mínútur - HÆTTUR 5. Tobias Thomsen 1793 mínútur - FARINN 6. Kristinn Jónsson 1611 mínútur - FARINN 7. Kennie Chopart 1520 mínútur - FARINN 8. Finnur Tómas Pálmason 1503 mínútur 9. Pablo Punyed 1419 mínútur - FARINN 10. Atli Sigurjónsson 1070 mínútur 11. Arnþór Ingi Kristinsson 962 mínútur - HÆTTUR 12. Skúli Jón Friðgeirsson 778 mínútur - HÆTTUR 13. Finnur Orri Margeirsson 773 mínútur - FARINN 14. Kristján Flóki Finnbogason 715 mínútur 15. Gunnar Þór Gunnarsson 532 mínútur - HÆTTUR 16. Björgvin Stefánsson 453 mínútur - HÆTTUR 17. Alex Freyr Hilmarsson 404 mínútur - FARINN 18. Ægir Jarl Jónasson 384 mínútur
Besta deild karla KR Tengdar fréttir Kristinn Jónsson segir bless við KR Kristinn Jónsson mun ekki spila áfram með KR í Bestu deild karla í fótbolta og félagið hefur því misst tvo reynslubolta á stuttum tíma. 2. nóvember 2023 07:20 Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. 2. nóvember 2023 23:00 Kennie Chopart yfirgefur KR eftir sjö ára samband Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016. 31. október 2023 17:10 „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00 Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Cloé Lacasse ekki valin í íslenska landsliðið en sextán ára markvörður er í hópnum Fótbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Fleiri fréttir Vestramenn sækja son sinn suður Einn fljótasti leikmaður Bestu deildarinnar orðinn Þróttari Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Sjá meira
Kristinn Jónsson segir bless við KR Kristinn Jónsson mun ekki spila áfram með KR í Bestu deild karla í fótbolta og félagið hefur því misst tvo reynslubolta á stuttum tíma. 2. nóvember 2023 07:20
Pablo um samninginn hjá KR á sínum tíma: „Ég hló, stóð upp og fór“ Pablo Punyed, miðjumaður Íslands- og bikarmeistara Víkings, var gestur í hlaðvarpinu Gula Spjaldið. Þar fór hann yfir brotthvarf sitt frá KR árið 2020 en honum stóð til boða að vera áfram í Vesturbænum fyrir aðeins brot af þeim launum sem hann var á. 2. nóvember 2023 23:00
Kennie Chopart yfirgefur KR eftir sjö ára samband Danski varnarmaðurinn Kennie Chopart hefur yfirgefið KR eftir að hafa leikið með liðinu frá árinu 2016. 31. október 2023 17:10
„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. 30. október 2023 07:00
Vill gera stuðningsfólk KR stolt af liðinu: „Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi“ „Þetta er risastórt tækifæri fyrir mig. Ég er himinlifandi, þetta er heiður og þetta eru forréttindi. Í mínum augum er þetta stærsti klúbburinn á Íslandi,“ sagði Gregg Ryder, nýráðinn þjálfari KR í Bestu deild karla í knattspyrnu. 28. október 2023 19:00
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Elfar Freyr tók rauða spjaldið af Þorvaldi eftir að hann var rekinn út af | Myndband Íslenski boltinn