„Þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 2. nóvember 2023 21:36 Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar Vísir/Hulda Margrét Arnar Guðjónsson, þjálfari Stjörnunnar, var kampakátur þegar hann kom til tals við blaðamann eftir sigur Stjörnunnar gegn toppliði Vals í 5. umferð Subway deildar karla. „Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum. Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
„Gott að sigra á erfiðum útivelli gegn góðu liði. Fáum tvo erfiða útileiki núna í röð, Valur og svo Tindastóll þannig að það er gott að ná sigri hér í kvöld“ sagði þjálfarinn strax að leik loknum. Stjarnan hefur verið með þunnskipaðan hóp í upphafi tímabils, liðið samdi ekki við neinn Bandaríkjamann fyrir tímabil og missti svo mann í meiðsli rétt áður en tímabilið hófst. Stjarnan samdi loks í síðustu viku við Bandaríkjamanninn James Ellisor og endurheimti svo Kevin Kone úr meiðslum fyrir þennan leik. „Við þurfum að finna aðeins róteringuna, þetta er í fyrsta skipti sem þetta lið spilar saman og ég var kannski klaufalegur í skiptingum. Var ekki alltaf með gott jafnvægi og réttu blönduna inni á öllum stundum, en annars mjög gott.“ Stjarnan var að elta Val allan fyrri hálfleikinn og allt stefndi í heimasigur en þegar komið var út í seinni hálfleikinn hertu gestirnir varnarleikinn verulega og unnu leikinn að endingu nokkuð örugglega. „Það var næstsíðasta 'playið' í fyrri hálfleik þar sem við settum orku í varnarleikinn og þá föttuðum við allt í einu að við þurfum að spila af krafti varnarlega. Þetta er það sama og gerðist á móti Keflavík, flatur fyrri hálfleikur varnarlega. Við þurfum að læra fljótt og þurfum vonandi ekki að brenna okkur mikið á því að tapa.“ Eftir að hafa tapað fyrstu tveimur leikjum tímabilsins hefur Stjarnan nú unnið þrjá í röð. Þjálfarinn segir liðið samt eiga eftir að leggja inn mikla vinnu ætli þeir sér að gera atlögu að titlinum. „Við eigum langt í land, eins og mörg lið. Við erum að bæta okkur þó mér fannst frammistaðan í fyrstu tveimur leikjunum alveg mjög fín líka. Spiluðum oft á tíðum lengur betur þar heldur en í kvöld og á móti Keflavík. Það munar öllu að geta spilað af þessari ákefð í lengri tíma“ sagði Arnar að lokum.
Stjarnan Subway-deild karla Tengdar fréttir Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Fjórir vinsælustu leikmennirnir eru konur Kári Jóns meiddist illa á hné í kvöld Uppgjörið: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Styrmir stigahæstur á vellinum Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89 | Valsarar sluppu fyrir horn „Undir okkur komið að hamra járnið á meðan það er heitt“ Einn besti dómari landsins fær ekki leik Jokic skoraði 61 stig en Westbrook eyðilagði allt Fimm fengu bann fyrir slagsmálin „Ekki tími ársins til að fara inn í einhverja skel“ Uppgjörið: Njarðvík 84-75 Stjarnan | Njarðvík tekur foyrsuna í kaflaskiptum leik „Verðum að nýta hvert einasta tækifæri sem við fáum“ Uppgjörið: Þór - Valur 86-92 | Sterkur sigur sóttur í fyrsta leik Pelikanarnir búnir að gefast upp Reiknar ekki með öðru en Chris Paul taki annað tímabil „Ætluðum að gera þetta fyrir hana í kvöld“ „Frábært að stela heimavellinum“ „Gerðum ekki ráð fyrir einhverri rosalegri flugeldasýningu“ Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 92-63 | Keflvíkingar gáfu engin grið Uppgjörið: Haukar - Grindavík 86-91 | Háspenna og framlenging í upphafi úrslitakeppni Vildu sjá Kjartan Atla og Rúnar lenda í slag eins og í NBA Eldmóður í nýjum þjálfara: „Meira en spenntur“ Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjá meira
Leik lokið: Valur - Stjarnan 77-86 | Sjóðheitir Stjörnumenn steyptu Val úr toppsætinu Valur tók á móti Stjörnunni í 5. umferð Subway deildar karla í kvöld. Leiknum lauk með 77-86 gestasigri eftir sterkan seinni hálfleik hjá Stjörnunni. Valsmenn missa þar af leiðandi toppsætið í deildinni. 2. nóvember 2023 18:31
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti