Umtalsverðar líkur á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi Jón Þór Stefánsson skrifar 2. nóvember 2023 17:19 Meint árás mannsins átti sér stað í skóglendi. Vísir/Vilhelm Maður sem er grunaður um tilraun til að verða fyrrverandi kærustu sinni að bana hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til mánudagsins 27. nóvember. Hann þykir mjög líklegur til að beita konuna frekara ofbeldi fengi hann að ganga laus. Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki. Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira
Landsréttur staðfesti úrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur þess efnis í vikunni. Um er að ræða framhald á gæsluvarðhaldi sem var gefið út í september. Atvikið sem málið varðar átti sér stað í lok ágústmánaðar á þessu ári, en maðurinn er grunaður um að hafa slegið kærustu sína, sparkað í hana og kyrkja hana í skóglendi. Vitni í málinu hefur lýst því að hafa séð manninn lemja konuna og stappa á höfði hennar. Maðurinn hefði beygt sig niður að konunni, „byrjað að kyrkja hana“ og sagt „á ég ekki bara að svæfa þig, klára þetta núna?“ Í úrskurðinum kemur fram að lögregla hafi framkvæmt áhættumat á manninum vegna brota í nánu sambandi. Matsgerð liggur nú fyrir, en í henni kemur fram að „mjög mikil hætta“ sé á áframhaldandi ofbeldishegðun af hans hálfu. Níu af tíu svokölluðum áhættuþáttum voru metnir til staðar hjá honum. Vegna þess og vegna alvarleika meints brots hans metur lögregla svo að umtalsverðar líkur séu á áframhaldandi lífshættulegu ofbeldi hans gagnvart konunni. Sjálfur neitar maðurinn sök og hefur í skýrslutöku hjá lögreglu sagt að líklegast hafi konan valdið sjálfri sér umræddum áverkum, eða þá að ókunnugur karlmaður sé ábyrgur fyrir þeim. Lögregla hefur til rannsóknar fleiri meint brot mannsins gagnvart konunni. Hann er til að mynda grunaður um að hafa sparkað í höfuð hennar, hrint henni niður tröppur og tekið hana hálstaki.
Dómsmál Lögreglumál Mest lesið Bylgja Dís er látin Innlent Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Innlent Gestur Guðmundsson er látinn Innlent Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Erlent Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Innlent Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Innlent Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Innlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Innlent Fleiri fréttir „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Bein útsending: Breski sundkappinn kemur á land í Nauthólsvík Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Leitað að manni með öxi „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Syrgja fallið kornabarn og fyrsti þúsaldardýrlingurinn Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Kröftug mótmæli brjóti ekki gegn málfrelsi Hringveginum lokað vegna umferðarslyss Sjá meira