Norræn lífskjör: Alltaf meira basl á Íslandi Stefán Ólafsson skrifar 2. nóvember 2023 13:31 Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stefán Ólafsson Kjaramál Kjaraviðræður 2023 Verðlag Mest lesið Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hér er kona, um konu… Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Ertu á krossgötum? Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Máttur kaffibollans Ásta Kristín Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Friður á jörðu Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason skrifar Skoðun Opið bréf til Íslandspósts ohf. Gróa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gaza getur ekki beðið lengur Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Ísland yrði betra með aðild að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun SVEIT – Kastið inn handklæðinu Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Skjáfíkn - vísindi eða trú? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson skrifar Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir skrifar Skoðun Listin að styðja en ekki stýra Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Atvinnurekendur tala gjarnan um að laun á Íslandi séu ein þau hæstu í Evrópu. En þeir horfa framhjá því að hér er verðlag það hæsta (ásamt Sviss). Húsnæðiskostnaður tekur hér stærri hluta af ráðstöfunartekjum þeirra yngri og tekjulægri en víða í grannríkjunum. Þá eru opinberu velferðarkerfin á hinum Norðurlöndunum öflugri, ekki síst húsnæðisstuðningur. Barnabætur sem vinnandi fólk fær greiddar (eftir skerðingar) eru almennt mun hærri þar. Þetta gerir að verkum að afkoma íslensks launafólks, einkum þeirra tekjulægri og eignaminni, er viðkvæmari fyrir sveiflum í efnahagslífi en í grannríkjunum. Síðan er það lenska í hagstjórninni á Íslandi að láta þyngstu byrðar kreppuúrræða falla á þá sem minnst hafa fyrir, þá tekjulægri. Þetta þýðir að basl er almennt algengara og meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum. Þetta má sjá á meðfylgjandi mynd, sem sýnir hlutfall íbúa sem eiga erfitt með að ná endum saman, frá 2007 til ársins í ár. Hlutfall heimila í basli er hæst á Íslandi öll árin - en sjáið sveiflurnar hér þegar gefið hefur á bátinn, t.d. eftir hrunið 2008 og svo nú 2022 og 2023. Erfiðleikar við að ná endum saman á Íslandi og hinum Norðurlöndunum, 2007 til 2023. Heimild: Eurostat, Hagstofa Íslands og kannanir Vörðu 2021-2023. Fjárhagserfiðleikar heimilanna jukust miklu meira hér á landi en á hinum Norðurlöndunum í kjölfar fjármálahrunsins 2008. Raunar tókst að tryggja afkomu heimilanna á hinum Norðurlöndunum nær alveg gegn kreppuáhrifum. Það voru helst Danir sem fundu fyrir lítillega auknum erfiðleikum. Hér fór hlutfall heimila sem áttu í basli yfir helming árin 2010 til 2013. Mikil kaupmáttarrýrnun, vegna verðbólgu, hárra vaxta og frystingar launa orsakaði það. Þungi kreppunnar varð mjög mikill fyrir heimili lágtekju- og millitekjufólks. Í Kóvid kreppunni 2020 og 2021 tókst verkalýðshreyfingunni að halda kjarasamningsbundnum hækkunum og forða þannig kaupmáttarrýrnun launa í fyrstu. En með verulega hækkandi verðbólgu eftir 2021 og öfgafullum stýrivaxtahækkunum hefur allt farið á verri veg. Könnun Vörðu, rannsóknarstofnunar vinnumarkaðarins, sl. vor sýndi að 44% heimila áttu þá erfitt með að ná endum saman og hafði það hækkað úr um 24% árið 2021. Erfiðleikarnir eru mestir hjá verkafólki (um 60% þeirra eiga nú í erfiðleikum). Strax árið 2022 var hlutfall heimila í fjárhagserfiðleikum komið í 31,5% hér þegar meðaltal hinna Norðurlandanna var 22,2%. Síðan jukust erfiðleikarnir mjög ört til viðbótar hér á landi á yfirstandandi ári. Tölur vantar fyrir hin löndin fyrir árið 2023, en vísbendingar eru um litlar breytingar þar. Þessi afleita þróun á Íslandi sl. tvö ár gerist þrátt fyrir að hagvöxtur hafi verið meiri hér en í grannríkjunum og hagnaður fyrirtækja í hámarki. Sérstaða Íslendinga hvað snertir afkomusveiflur og fjárhagserfiðleika er því mikil í norrænu samhengi. Sveiflujöfnun velferðarkerfisins virkar betur þar en hér á landi. Seðlabankar hinna Norðurlandanna láta byrðar verðbólgubaráttunnar heldur ekki bitna jafn harkalega á lægri tekjuhópum og gert er hér á landi. Höfundur er prófessor emeritus við HÍ og starfar sem sérfræðingur hjá Eflingu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen skrifar
Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar
Skoðun Friður eða svikalogn? Hilmari Þór Hilmarssyni, prófessor, svarað Andri Þorvarðarson skrifar
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun