Hættum að ræða fátækt barna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:01 Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Sjá meira
Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun