Hættum að ræða fátækt barna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 10:01 Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Flokkur fólksins Mest lesið Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason Skoðun Skoðun Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Saman getum við komið í veg fyrir slag Alma D. Möller skrifar Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar Skoðun Blóðtaka er ekki landbúnaður Guðrún Scheving Thorsteinsson,Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Svar til stjórnunarlegs ábyrgðarmanns frá Keflavík Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræðst gegn launafólki og atvinnulausum Finnbjörn A. Hermannson skrifar Skoðun 764/O9A: Kannt þú að vernda barnið á netinu? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Opinberir starfsmenn kjósa síður áminningarskyldu Ísak Einar Rúnarsson skrifar Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Margir hafa miklar áhyggjur af fátækt barna, enda er fátækt barna að aukast á milli ára, frá 12,7 í 13,1%. Meðal þeirra sem opinberað hafa áhyggjur sínar af fátækt barna eru t.d. forsætisráðherra og þingmenn. Við hljótum öll að vera sammála um að það eiga engin börn að búa við fátækt eða líða skort. En þá kemur að kjarna málsins; börn geta ekki verið fátæk. Þau geta búið við fátækt, en þar sem þau eru ekki fjárráða þá er það í besta falli blekking að láta eins og börn séu fátæk. Börn búa við fátækt einfaldlega af því að foreldrar þeirra eru fátækir. Börn búa t.d. við fátækt af því að foreldrar þeirra eru einstæðir og börn búa við fátækt af því að foreldrar þeirra vinna láglaunastörf. Einnig búa börn við fátækt af því að foreldrar þeirra eru á leigumarkaði og greiða allt of mikið í húsaleigu. Svo búa fjölmörg börn við fátækt af því foreldrar þeirra eru öryrkjar á fáránlega lágum bótum sem skerðast grimmilega. Ítrekað er rætt um fátækt barna, eins og enginn skilji hvers vegna svo er. Eins og við getum ekkert að þessu gert, að um náttúrulögmál sé að ræða. En við breytum ekki fátækt barna fyrr en við lögum kjör foreldra þeirra. Ef forsætisráðherra, aðrir ráðherrar og þingmenn, hafa í alvöru áhyggjur af fátækt barna, þá verða þau að bæta kjör foreldra þeirra, og nákvæmlega þar virðist hnífurinn standa í kúnni. Áhyggjurnar af fátækt barna eru ekki nógu miklar til að samstaða náist um það. Flokkur fólksins hefur ítrekað lagt fram þingsályktunartillögu um 400 þúsund króna skatta- og skerðingarlaust. Þessi hógværa tillaga hefur ekki verið samþykkt, en hún er samt sem áður algjört lágmark sem við þurfum að tryggja fólki sé einhver vilji til þess að forða börnum frá fátækt. Til að fá um 400 þúsund krónur útborgaðar fyrir vinnu þarf fólk að hafa 525 þúsund króna laun. Það eru margir á töxtum hjá bæði Eflingu og VR sem eru með lægri laun fyrir fulla vinnu. En þrátt fyrir það er þetta fólkið sem ber víst ábyrgð á verðbólgunni og á að sýna skynsemi í kjarasamningum, ef marka má orð fulltrúa atvinnulífsins. Já, fólkið sem á vart til hnífs og skeiðar á að sýna hófsemi í kröfum, segja þeir sem eru með í kringum tvær milljónir í mánaðarlaun og vita ekkert hvernig það er að skorta fyrir nauðþurftum. Það er engin skynsemi í því að semja um laun sem ekki duga til framfærslu og ekki mun það hafa góð áhrif á fátækt barna. Ísland er eitt af ríkustu löndum heims og hér eiga allir að geta lifað hófsömu og mannsæmandi lífi. Hér þarf að setja fólkið í forgang, hækka laun og bætur, koma reglu á húsnæðismarkað og bæta kjör öryrkja og aldraðra. Hér á kjörorðið að vera: Fólkið fyrst og svo allt hitt. Aðeins þannig komum við í veg fyrir fátækt barna. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Skoðun Lýðræði eða hópeinelti? Margrét Pétursdóttir,Þórarinn Haraldsson,Þórdís Guðjónsdóttir,Sigurveig Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson Skoðun
Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir Skoðun