„Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 30. október 2023 07:00 Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar KR. Stöð 2 Gregg Ryder var í fyrradag ráðinn þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu. Hann skrifaði undir þriggja ára samning og er Páll Kristjánsson, formaður knattspyrnudeildar, ánægður með þá lendingu sem málið fékk. Hann segir KR aldrei hafa verið undir pressu að ráða inn nýjan þjálfara eftir að ákveðið var að framlengja ekki við Rúnar Kristnsson. „Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR. Besta deild karla KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira
„Fyrst og fremst léttir að því sé lokið. Búið að vera langt og strangt ferli. Þó ekkert lengra en við lögðum upp með í upphafi í ljósi hvaða mánuður er og á hvaða tímabili, það er langt í fyrsta leik þannig við tókum þá ákvörðun að gefa okkur tíma. Ræða við nokkra aðila, gefa mönnum færi á að kynna sína hugsjón og hvernig ætti að koma KR í fremstu röð, í sjálfum sér gáfum við okkur allan þann tíma sem við þurftum,“ sagði Páll í viðtali við Vísi og Stöð 2. „Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi. Þannig á það að vera en við vorum ekki undir pressu. Að KR hafi verið í umræðunni kemur svo sem ekki á óvart en við gáfum okkur bara þann tíma sem til þurfti og erum sátt með þá endingu sem málið fékk.“ Klippa: Páll Kristjánsson: Auðvitað er pressa, eftirvænting og spenna yfir því hver tekur við þessu starfi Af hverju Gregg Ryder? „Hann rataði snemma á listann hjá okkur ásamt nokkrum aðilum sem við funduðum með. Hann er ungur að árum en þó með gríðarlega reynslu sem þjálfari. Þjálfað á Íslandi í einhver tíu ár og svo hefur hann verið í flottu starfi í Danmörku. Hann var alltaf á radarnum hjá okkur.“ „Geri mér grein fyrir að hann var ekki mikið í umræðunni hér á landi. Prófíllinn sem hann hefur, hans sýn, metnaður og þekking á leiknum - fyrir öll þau meðmæli sem hann fékk þá fannst okkur Gregg kjörinn kostur í þetta starf.“ „Hann er metnaðarfullur, vel menntaður þjálfari, hefur gefið af sér gott orð að vinna með ungum leikmönnum, hann spilar jákvæðan fótbolta – skemmtilegan fótbolta. Þeir sem hafa starfað með honum í gegnum tíðina, hér á landi eða erlendis, báru honum góða sögu. Við ræddum við hann, lögðum fyrir hann ákveðnar spurningar, hvar hann sæi KR fyrir sér eftir eitt, tvö og þrjú ár. Hvaða leiðir hann hygðist fara og það hljómaði vel, vorum samstíga hvað varðar sýn á leikinn. Okkur fannst hann smellpassa sem þjálfari meistaraflokks karla.“ Viðtalið við Pál má sjá í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Þar fer Páll yfir hvað hann vill sjá gerast, stöðuna á Ole Martin Nesselquist – aðstoðarþjálfara og umræðuna í kringum þjálfaraleit KR.
Besta deild karla KR Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Sjá meira