Sérhæfð sjúkraþyrla og akstursleiðir skólabíla á Suðurlandi Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 29. október 2023 13:30 Drónamynd sem tekin var af þingfulltrúum fyrir fram Hótel Vík í Mýrdalshreppi á ársþingi Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Aðsend Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi leggja mikla áherslu á að sérhæfðri sjúkraþyrlu verði komið fyrir á Suðurlandi og verði hluti af starfsemi Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Þá skora sveitarstjórnarmenn á innviðaráðherra að allar akstursleiðir skólabíla verði bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna. Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Vel heppnað ársþing Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga fór fram á fimmtudaginn og föstudaginn í Vík í Mýrdal. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar og verður hér tæpt á nokkrum þeirra. Þingið skorar á menntamálaráðherra að tryggja heimavist við Fjölbrautaskóla Suðurlands til að gæta jafnréttis ungmenna til náms óháð búsetu en sveitarstjórnarmenn sega að óvissan um framtíð heimavistarinnar sé óviðunandi. Þá skora sunnlenskir sveitarstjórnarmenn á ríkið að móta stefnu í minka- og refaveiðum og stórauka fjármagn til að halda minkum og refum í skefjum í byggð. Ársþingið skoraði líka á Sigurð Inga Jóhannsson, innviðaráðherra að tryggja að allar akstursleiðir skólabíla séu bundnar slitlagi innan þriggja ára til að tryggja öryggi leik- og grunnskólabarna en þar vantar víða mikið upp á. Sveitarstjórnarmenn á Suðurlandi eru líka einróma um að það þurfi að gera stórátak í að fjölga hleðslustöðvum fyrir rafbíla um allt Suðurland, Einnig þurfi að forgangsraða vegaframkvæmdum á Suðurlandi í þágu öryggis vegfarenda s.s. með því að breikka vegi, fjölga útskotum, laga vegaxlir, fækka einbreiðum brúm og bæta vetrarþjónustu. Mikill umferðarþungi er í umdæminu, ekki síst vegna mikillar fjölgunar íbúa og ferðamanna. Ársþingið samþykkti líka sérstaka ályktunum um nauðsyn þess að efla þurfi löggæslu og viðbragð sjúkraflutninga. Sýnileg löggæsla og öflugt umferðareftirlit haldi niðri umferðarhraða og eykur öryggi vegfarenda. Þá sé mikilvægt að stytta viðbragðstíma lögreglu og sjúkraflutninga þar sem hann er mestur. Sunnlenskir sveitarstjórnarmenn vilja líka fá sérhæfða sjúkraþyrlu á Suðurland, sem yrði hluti af viðbragðsþjónustu Heilbrigðisstofnunar Suðurlands. Og að ending má geta þess að sérstök ályktun var samþykkt til allra þeirra, sem koma að gerð nýrra kjarasamingina á næstunni, þar á meðal ríkisstjórn Íslands, til að stuðla að stöðugleika á atvinnumarkaði í komandi kjarasamningaviðræðum. Það sé mikilvægt ef ná eigi tökum á verðbólgunni sem sligar á endanum fyrirtæki og heimili landsins. Heimasíða SASS Ásgerður K. Gylfadóttir, sveitarstjórnarmaður í Sveitarfélaginu Hornafirði var endurkjörin formaður Samtaka sunnlenskra sveitarfélaga á ársþinginu í Vík í Mýrdal,Magnús Hlynur Hreiðarsson
Mýrdalshreppur Sveitarstjórnarmál Sjúkraflutningar Skóla - og menntamál Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Miðflokkurinn rýkur upp Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Fleiri fréttir Nýr landnemi á Íslandi ratar í heimspressuna Máttu neita karlmanni um leyfi í kvennaverkfalli Miðflokkurinn rýkur upp Miðflokkurinn bætir við sig fylgi og flugumferðarstjóra funda Þúsundir félaga í Eflingu segjast líða skort Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Sjá meira
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent
Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Innlent