Píratar kalla eftir afstöðu Alþingis Samúel Karl Ólason skrifar 29. október 2023 07:57 Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, er formaður þingflokks Pírata. Vísir/Vilhelm Þingmenn Pírata ætla sé að leggja fram tillögu á Alþingi um að utanríkisráðherra eigi að kalla eftir tafarlausu vopnahléi af mannúðarástæðum á Gasaströndinni. Samkvæmt tillögunni á ríkisstjórnin einnig að fordæma árásir Ísraelshers á óbreytta borgara og borgaralega innviði Palestínu. Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
Í tilkynningu frá þingflokki Pírata segir að þingmönnum allra flokka hafi verið boðið að vera meðflutningsmenn tillögunnar. Þingflokkurinn lýsir einnig yfir vonbrigðum með að Ísland hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna um ákalla etir vopnahlé á Gasaströndinni. „Afstöðuleysi gagnvart jafnskelfilegri mannúðarkrísu og nú á sér stað jafngildir stuðningi við framferði Ísraelshers á Gaza og sýnir virðingarleysi gagnvart alþjóðalögum. Þessi sorglega afstaða ríkisstjórnarinnar kallar yfir okkur skömm og er ekki í okkar nafni,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að hluti stjórnarþingmanna hafi um helgina lýst þeirri skoðun að rétt hefði verið af fulltrúum Íslands að styðja tillöguna á allsherjarþinginu og að þingflokkur Pírata hvetji þá til að sýna það í verki og gerast meðflutningsmenn þingsályktunartillögunnar. Meirihluti Alþingis geti knúið fram rétt afstöðu íslands á alþjóðavettvangi. Deilt um breytingartillögu Atkvæðagreiðslan sem fór fram í New York í fyrrakvöld snerist um ályktun um að mannúðarhlé á átökunum á Gasaströndinni. Tillagan var lögð fram af sendiherra Jórdaníu en Kanadamenn lögðu til breytingu þar sem bætt var við að árásir Hamas á Ísrael yrðu fordæmdar þess krafist að þeir gíslar sem Hamas-liðar tóku yrði sleppt. Þessi breytingartillaga fékk samþykki meirihluta þjóða á allsherjarþinginu en þurfti atkvæði tveggja þriðju og náði því ekki fram að ganga. Bjarni Benediktsson hefur sagt að Ísland krefjist mannúðarhlés og sú afstaða sé skýr, þó Ísland hafi setið hjá eftir að breytingartillaga Kanada var ekki samþykkt. Noregur var eitt Norðurlanda sem greiddi atkvæði með tillögunni. Sjá einnig: „Hvert dauðsfall meðal almennra borgara er einu dauðsfalli of mikið“ Hjásetan hefur verið harðlega gagnrýnd og þar á meðal af þingflokki Vinstri grænna, og leiddi til þess að nokkur hundruð mótmælendur komu saman í miðbænum í gær. Drög_að_þingsályktun_um_að_fordæma_aðgerðir_Ísraelshers_í_PalestínuPDF133KBSækja skjal
Alþingi Píratar Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Sameinuðu þjóðirnar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir „Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30 Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16 Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01 Mest lesið Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Sjötíu barnungir strandaglópar á flugvellinum í Barselóna Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Sjá meira
„Þref um texta og orðalag“ lítilvægt miðað aðstæður Formaður þingflokks VG furðar sig á því að fulltrúar Íslands í allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hafi setið hjá í atkvæðagreiðslu um ályktun um vopnahlé á Gasa í gær. 28. október 2023 21:30
Hjásetan merki um fylgispekt við Bandaríkin Alþjóðastjórnmálafræðingur segir átökin í Ísrael og Palestínu teygja anga sína víða. Ljóst sé að ástandið hafi áhrif á alþjóðasamskipti fjölmargra ríkja. Hún telur hjásetu Íslendinga hjá Sameinuðu þjóðunum merki um fylgispekt við Bandaríkin. 28. október 2023 20:16
Skyndimótmæli í miðbænum Nokkur hundruð manns mættu á skyndimótmæli í miðbænum í dag. Félagið Ísland-Palestína boðaði í morgun til mótmælanna við utanríkisráðuneytið í dag, vegna þess að Ísland sat hjá í atkvæðagreiðslu á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna hlé á árásum Ísraela á Gasaströndinni. 28. október 2023 16:01