Sigursteinn Arndal: Hann var stórkostlegur sóknarlega Þorsteinn Hjálmsson skrifar 27. október 2023 20:45 Sigursteinn Arndal, þjálfari FH. Vísir/Diego FH vann átta marka sigur á ríkjandi Íslandsmeisturum, ÍBV, í Kaplakrika í kvöld. Lokatölur 35-27. Með sigrinum styrkti FH stöðu sína í öðru sæti Olís-deildarinnar og eru aðeins einu stigi á eftir toppliði Vals. Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum. Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var að vonum sáttur að leikslokum. Honum fannst liðið þó spila illa varnarlega í fyrri hálfleik en FH-ingar voru skrefi á eftir Eyjamönnum í fyrri hálfleik. Aron Pálmarsson tryggði þó það að jafnt var í hálfleik, 14-14. „Í fyrri hálfleik spilum við ágætis sóknarleik, allt of softvarnarlega. Vorum bara með fimm brotin fríköst og ekkert frumkvæði í okkar varnarleik en það kom svo sannarlega í seinni hálfleik þar sem allt annað var upp á teningnum og þess vegna unnum við þennan sigur í dag,“ sagði Sigursteinn. „Við komum sterkt inn í seinni hálfleik. Síðustu fimm í fyrri hálfleik var einhver vísir af varnarleik sem fylgdi okkur svo bara áfram og byrjuðum mjög sterkt varnarlega í seinni hálfleik.“ FH kom að fítonskrafti inn í síðari hálfleikinn og skoraði fyrstu fimm mörkin og kom sér þar með í vænlega stöðu það sem eftir lifði leiks. Aðspurður hvað var farið yfir í hálfleiknum hafði Sigursteinn þetta að segja. „Við fórum aðeins yfir þá grunnþætti sem þurfa að vera til staðar til að spila varnarleik.“ Aron Pálmarsson, fyrirliði FH, var kominn með tvær tveggja mínútna brottvísanir eftir um 20 mínútna leik og spilað því aðeins í uppstilltum sóknarleik heimamanna sem eftir lifði leiks. Aron var því allt í öllu í sóknarleik FH það sem eftir lifði leiks og endaði með 9 mörk og 4 stoðsendingar í leiknum „Hann var stórkostlegur sóknarlega allan leikinn og mögulega hjálpaði honum það eitthvað að geta fengið pásuna varnarlega. Auðvitað hefðum við betur viljað að vera lausir við tvisvar tvær í fyrri hálfleik,“ sagði Sigursteinn. Nú er komið hlé í Olís-deildinni vegna landsleikja. FH-ingar ætla að nýta þá pásu vel enda mikil törn hjá liðinu fram að jólum. „Það er bara nóg af verkefnum. Erum núna búnir með tvær umferðir í Evrópu og eigum aðra fram undan núna fyrir jól. Núna þurfum við að nýta næstu tíu daga til tvær vikur í að undirbúa okkur fyrir næstu periodu af leikjum sem kemur og við verðum klárir,“ sagði Sigursteinn Arndal að lokum.
Handbolti Olís-deild karla FH Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira