Sigurvin var aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar hjá FH á nýafstaðinni leiktíð þar sem FH endaði í 4. sæti Bestu deildar karla. Sigurvin kom til FH eftir að hafa starfað hjá KR og KV í nokkur ár þar á undan. Nú er hann, nokkuð óvænt, orðinn þjálfari Þróttar.
Í viðtali við Fótbolti.net var hann spurður hvort KR – sem er í miðri þjálfaraleit – hefði haft samband áður en Þróttarar tóku upp símtólið.
„Ég hef ekkert rætt við KR-inga. Ég hef fulla trú á þeir finni góðan mann í verkið. KR mun rísa á ný, hafðu engar áhyggjur af því,“ sagði Sigurvin á Fótbolti.net.
Hann tók jafnframt fram að hann hafi ekki verið að leita sér að nýju starfi og það hafi því ekki komið á óvart að KR hafi ekki heyrt í honum.
„Þú verður að spyrja þá hvort þeir hafi haft áhuga,“ bætti Sigurvin við.
Sigurvin svaraði hins vegar Þrótti og var á fimmtudag tilkynntur sem nýr þjálfari liðsins í Lengjudeild karla. Þróttur var nýliði í Lengjudeildinni í ár og endaði í 8. sæti með 26 stig.