Tottenham jók forskot sitt á toppnum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 27. október 2023 21:15 Kominn með 8 mörk í 10 leikjum. EPA-EFE/ISABEL INFANTES Tottenham Hotspur er nú með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 útisigur á Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik varð Joel Ward fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og þá var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Son Heung-Min hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og hann gerði út um leikinn með marki á 66. mínútu eftir undirbúning Brennan Johnson. Jordan Ayew minnkaði muninn í blálokin en nær komust heimamenn ekki og lokatölur á Selhurst Park í Lundúnum 1-2. Tottenham er því komið upp í 26 stig að loknum tíu umferðum. Bæði Manchester City og Arsenal eru með 21 stig og geta minnkað bilið niður í tvö stig með sigrum um helgina. Post-match scenes ft. Lolo pic.twitter.com/4rDDv62uQO— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) October 27, 2023 Man City heimsækir nágranna sína í Man United á Old Trafford á meðan Arsenal mætir nýliðum Sheffield United sem hafa ekki unnið leik. Hvað Palace varðar þá er liðið í 11. sæti með 12 stig. Fótbolti Enski boltinn
Tottenham Hotspur er nú með fimm stiga forystu á toppi ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu eftir 2-0 útisigur á Crystal Palace í fyrsta leik helgarinnar. Eftir markalausan fyrri hálfleik varð Joel Ward fyrir því óláni að skora sjálfsmark snemma í síðari hálfleik og þá var aldrei spurning hvorum megin sigurinn myndi enda. Son Heung-Min hefur verið sjóðandi heitur það sem af er tímabili og hann gerði út um leikinn með marki á 66. mínútu eftir undirbúning Brennan Johnson. Jordan Ayew minnkaði muninn í blálokin en nær komust heimamenn ekki og lokatölur á Selhurst Park í Lundúnum 1-2. Tottenham er því komið upp í 26 stig að loknum tíu umferðum. Bæði Manchester City og Arsenal eru með 21 stig og geta minnkað bilið niður í tvö stig með sigrum um helgina. Post-match scenes ft. Lolo pic.twitter.com/4rDDv62uQO— Tottenham Hotspur (@SpursOfficial) October 27, 2023 Man City heimsækir nágranna sína í Man United á Old Trafford á meðan Arsenal mætir nýliðum Sheffield United sem hafa ekki unnið leik. Hvað Palace varðar þá er liðið í 11. sæti með 12 stig.
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Körfubolti