Lillard skoraði 39 stig þegar Milwaukee Bucks vann 118-117 sigur á Philadelphia 76ers sem er það mesta sem leikmaður hefur skorað í fyrsta leik með Bucks. Metið var 34 stig hjá Terry Cummings frá 1984.
Dame Lillard put on a show (39 PTS, 8 REB) and secured a W in his @Bucks debut! pic.twitter.com/iFKrSEwTMx
— NBA (@NBA) October 27, 2023
Lillard spilaði fyrstu ellefu árin sín í Portland en kom til Milwaukee í stærstu leikmannaskiptum sumarsins. Hann hitti úr öllum sautján vítaskotum sínum í leiknum.
Bucks liðið var reyndar næstum því búið að henda frá sér sigrinum en liðið missti niður nítján stiga forystu. Lillard skoraði fjórtán stig á síðustu fjórum mínútum leiksins og sá til þess að liðið vann leikinn.
Giannis Antetokounmpo skoraði 23 stig og tók 13 fráköst. Hjá 76ers var Tyrese Maxey með 31 stig, Kelly Oubre Jr. skoraði 27 stig og Joel Embiid bætti við 24 stigum.
LeBron James and Kevin Durant dueled off in a #KiaTipOff23 thriller, with the Lakers coming out on top
— NBA (@NBA) October 27, 2023
LeBron: 21 PTS, 8 REB, 9 AST, 2 BLK, 2 STL
KD: 39 PTS, 11 REB pic.twitter.com/yZXUwdXjXG
Anthony Davis var með 30 stig og 13 fráköst þegar Los Angeles Lakers vann 100-95 sigur á Phoenix Suns og LeBron James skoraði 10 af 21 stigi sínum í fjórða leikhlutanum. James var einnig með 8 fráköst og 9 stoðsendingar.
Kevin Durant skoraði 39 stig og tók 11 fráköst fyrir Suns en liðið lék án stórstjarnanna Devin Booker og Bradley Beal.
Phoenix var 84-72 yfir eftir fyrstu þrjá leikhlutana en Lakers vann lokaleikhlutann 28-11. Þá fór allt í baklás hjá Suns sem klikkaði á 13 af fyrstu 14 skotum fjórða leikhlutans og tapaði alls tíu boltum á síðustu tólf mínútum leiksins.
THESE ANGLES of the Dame clincher pic.twitter.com/UXHa7YvHq7
— NBA (@NBA) October 27, 2023