Nóg komið Gunnlaugur Stefánsson skrifar 26. október 2023 14:30 Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnlaugur Stefánsson Sjókvíaeldi Fiskeldi Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Skoðun Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Laxeldi í opnum sjókvíum í íslenskum fjörðum ætlar að reynast lífríkinu dýrkeypt eins og lengi hafði verið varað við. Fiskur sleppur umvörpum, erfðablöndun við villta laxastofna og lúsafár sem herjar á fiskinn með tilheyrandi eiturefnanotkun. Og hrikaleg mengun af eldinu skaðar lífríkið í nágrenninu og spillir m.a. viðkvæmum búsvæðum nytjafiska. Engar mótvægisaðgerðir eru til sem koma í veg fyrir tjónið Hvað sem menn skrifa í reglur og stefnumótun, þá verða áfram til göt á kvíum og fiskur sleppur, lúsin heldur áfram að herja og mengunin flæðir undan kvíunum. Viljum við fórna villtum laxastofnum og lífríkinu og allri ferðaþjónustunni sem þessu tengist fyrir skammtímagróða norskra eldisrisa? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við landsbyggðarfólk á jörðum sínum sem varð að bregða búi skuldum vafið af því að hlunnindin af laxveiðinni hurfu í skiptum fyrir sjókvíaeldið? Hvað ætla stjórnmálamenn að segja við barnabörnin sín, þegar þau spyrja: „Varst þú ekki á Alþingi þegar sjókvíaeldið útrýmdi villta laxinum í ánum“? Ísland er eitt örfárra landa sem leyfir notkun á framandi stofni í opnu sjókvíaeldi. Það myndi t.d. aldrei vera leyft í Noregi. En á Íslandi viðgengst að nota norskan og frjóan eldislax. Árið 1988 var gert samkomulag milli hagaðila í stangaveiði og laxeldi að aldrei verði notaðir framandi stofnar í eldinu á Íslandi. Það var svikið og stjórnvöld láta sér vel líka. Það yrði stórt skref til náttúruverndar að banna norskan lax í opna sjókvíaeldinu. Í drögum að nýrri stefnumótun matvælaráðuneytisins í laxeldi er gengið útfrá óbreyttri skipan. Hvergi er fjallað um ábyrgð á þeim skaða og fjártjóni sem sjókvíaeldið veldur og þaðan af síður er eldisfyrirtækjunum skylt að kaupa sér umhverfistryggingar. Þegar ný fiskeldislög voru samþykkt á Alþingi 2019 skráðu alþingismenn í nefndaráliti: „að ekki sé langt þangað til eldi á frjóum laxi verði eingöngu stundað í lokuðum og hálflokuðum kvíum. Að því bæri að stefna“. Þetta sagði líka Atli Eide, fyrrum forstjóri norska eldisrisans Mowi, móðurfyrirtæki Arctic Fish, og taldi sjókvíaeldið ósjálfbært og með of mikla tíðni slysasleppinga. Hann gaf opna eldinu 10 ára gálgafrest. En opinber stefnumótun stjórnvalda tekur ekkert mark á Alþingi eða reynslu eldisiðjunnar, heldur ætlar að leyfa óbreytta starfsemi svo norskir eldisrisar geti farið sínu fram, hér eftir sem hingað til. Opið sjókvíaeldi er tímaskekkja, ósamboðið náttúruvernd nútímans og verður stöðvað fyrr eða síðar, ef ekki af stjórnmálamönnum eða almenningi sem neitar að borða þessar eiturböðuðu og lúsétnu afurðir, þá mun íslensk náttúra sjá um það. Aumkunnarvert er að sjá hvernig norsku eldisrisarnir beita íbúum eldisbyggðanna fyrir sig með skefjalausum hótunum um atvinnumissi og byggðahrun, ef þeir standi sig ekki í baráttunni fyrir þá til frekari sóknar og gróða. Núna er stærsta verkefnið í tengslum við sjókvíaeldið að undirbúa öflugar mótvægisaðgerðir með atvinnuuppbyggingu í eldisbyggðunum til að taka við, þegar opna eldinu verður hætt og norsku eldisrisarnir leggjast á flótta. Höfundur er formaður Umhverfissamtakanna Laxinn lifi og í stjórn Landssambands Veiðifélaga.
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun