Aðgerðir í Foldahverfi virðist ekki í samræmi við lög Sunna Sæmundsdóttir skrifar 26. október 2023 12:09 Frá aðgerðum í Foldahverfinu í gær. Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra, segir að málið verði skoðað. vísir/samsett Lögregluaðgerðirnar í Foldahverfi í gær, þar sem flytja átti þrjá drengi úr umsjá móður þeirra, verða skoðaðar segir dómsmálaráðherra. Hún segir alvarlegt að einkennisklæddir lögreglumenn hafi verið á staðnum og að viðbúnaðurinn virðist hafa gengið gegn ákvæðum barnalaga. Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun. Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Fjölmenn lögregluaðgerð fór fram í Foldahverfinu í Grafarvogi í gærkvöldi þegar flytja átti þrjá íslenska drengi úr umsjá móður sinnar og til föður síns í Noregi. Hann fer með forsjá þeirra samkvæmt úrkurði íslenskra og norskra dómstóla og með þessu átti að framfylgja því. Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu bar ábyrgð á aðgerðunum og á vettvangi var lögregla til að tryggja öryggi og framfylgja aðgerðinni. Móðir drengjanna og sambýlismaður hennar voru handtekin á vettvangi en síðar sleppt og aðgerðinni var frestað þegar drengirnir neituðu að fara. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata, tók málið upp í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun og vísaði í 45. gr. barnalaga sem segir meðal annars að lögreglumenn skuli vera óeinkennisklæddir við þessar aðstæður. „Framkvæmd aðfarar skal haga þannig að sem minnst álag verði fyrir barn. Þarna voru komnir þrír til fjórir lögreglubílar, mótorhjól, allir lögreglumenn í fullum skrúða með sírenur og ljós og öllu tilheyrandi. Götum var lokað og annað. Eins og þarna væri um sekasta fíkniefnabarón Íslands að ræða,“ sagði Arndís og benti í ræðu sinni einnig á að taka bæri tillit til vilja barnanna. Arndís Anna K. Gunnarsdóttir, þingmaður Pírata.Vísir/Vilhelm „Lögmaður móðurinnar hefur ítrekað bent á matsgerð dómskvadds sálfræðings þar sem fram kemur eindreginn vilji drengjanna til þess að vera á Íslandi hjá móður sinni.“ Áhyggjur af velferð barnanna við þessar aðstæður Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra sagðist hafa haft áhyggjur af velferð barnanna þegar hún fylgdist með aðgerðunum í gær og ítrekaði að fara þyrfti eftir ákvæðum barnalaga við þessar aðstæður. „Eftir því sem ráðherra sá í fjölmiðlum í gær var það ekki raunin. Og ég tek því alvarlega. Ég tek það til skoðunar að farið verði yfir þessa þessir verkferla og farið yfir málið.“ Hún hafi einnig rætt málið við barnamálaráðherra. „Og við munum gera allt sem í okkar valdi stendur til að tryggja öryggi og velferð barna á Íslandi,“ sagði Guðrún Hafsteinsdóttir, dómsmálaráðherra, á Alþingi í morgun.
Íslendingar erlendis Noregur Dómsmál Fjölskyldumál Réttindi barna Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Innlent Greint frá dánarorsök páfans Erlent Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst Innlent Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Fleiri fréttir Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent