Stórmeistarar verði ekki lengur opinberir starfsmenn Árni Sæberg skrifar 25. október 2023 14:55 Helgi Áss Grétarsson, í forgrunni, og Hannes Hlífar Stefánsson eru báðir stórmeistarar í skák. Vísir/Vilhelm Mennta- og barnamálaráðuneytið hefur kynnt áform um ný heildarlög um skák. Helsta breytingin sem er áformuð er að stórmeistarar í skák verði ekki lengur opinberir starfsmenn og að þeir fái ekki greitt fyrir það eitt að vera stórmeistarar. Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“ Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira
Í Samráðsgátt stjórnvalda segir um fyrirhugaða lagabreytingu að í nýjum lagabálki verði fjallað um skák, laun og styrki til afreksfólks í skák og Skákskóla Íslands, en horft verði til þess að reglur verði einfaldaðar frá því sem nú er. Samhliða sé áformað að fella brott lög um launasjóð stórmeistara í skák og lög um Skákskóla Íslands, sem bæði tóku gildi árið 1991. Íslenskt samfélag hafi breyst mikið frá því að lögin voru sett og það fyrirkomulag sem þau mæla fyrir um samræmist illa nútímastjórnsýsluumhverfi. Helstu breytingar sem lagðar eru til séu nýtt fyrirkomulag um laun eða styrki til stórmeistara í skák, sem verði þá ekki lengur opinberir starfsmenn, þar sem horft verði í meira mæli til einstakra verkefna og framgangs þeirra. Þá verði horft til þess möguleika að styrkja unga og upprennandi skákmenn, sem stefna að alþjóðlegum árangri, en hingað til hafi eingöngu þeir sem hlotið hafa nafnbótina stórmeistari fengið greiðslur úr ríkissjóði. Markmið frumvarpsins sé að taka á álitamálum sem lengi hafi verið til umræðu. Frumvarpið eigi að hvetja afreksfólk í skák enn meira en nú er til að tefla sem mest til þess að ná hámarksárangri. Stefnt sé að því að ný löggjöf gefi aukna möguleika á því að styðja ungt og efnilegt fólk til afreka í skák. Þá sé stefnt að því markmiði að einfalda og nútímavæða lagaumhverfi um skák. Skáksambandinu líst vel á áformin „Okkur líst ekkert illa á þetta við fyrstu sýn. Eins og þetta er lagt upp þá á þetta ekki að minnka framlög til skákmanna eða skákhreyfingarinnar. Þetta þýði það að menn fá ekki sjálfkrafa laun fyrir að vera stórmeistarar heldur verði þetta meira matskennt,“ segir Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands í samtali við Vísi. Í samráðsgáttinni segir að samráð hafi þegar verið haft við Skáksambandið og óskað hafi verið eftir tillögu að nýju fyrirkomulagi styrkveitinga ríkisins til skákhreyfingarinnar. Gunnar segir að stórmeisturum sé frjálst að gera athugasemdir við frumvarpið og að þeir muni vafalítið gera það. „Við lítum alls ekki svo á að það sé nein aðför að skákmönnum í þessu, heldur frekar að það eigi að umbuna þeim sem leggja sig fram og skara fram úr.“
Skák Skáksambandsmálið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Gary sem stal jólunum Enski boltinn Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Ættingi Endricks skotinn til bana Fótbolti Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Enski boltinn Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Sport Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Enski boltinn Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Sport Fleiri fréttir Eftirmaður Amorims rekinn eftir átta leiki City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Spilaði reglulega við afa Littlers en mætir nú stráknum á HM Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Ættingi Endricks skotinn til bana Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Dagskráin í dag: Pílan hefst aftur eftir hlé Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Liverpool í litlum vandræðum eftir að hafa lent undir Andri skoraði fyrir Gent í fyrsta sinn síðan í september Ætla að áfrýja rauða spjaldinu Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst Skoraði beint úr hornspyrnu eftir að United missti mann af velli Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Jason Daði sneri aftur í lið Grimsby og skoraði Willum í byrjunarliðinu er Birmingham tók toppsætið Slæmur skellur fyrir gestina á St. James Park Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Sáu ekki til sólar en unnu samt Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Sjá meira